Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 17
NÁMUR SALÓMONS
15
finnast einhverstaöar í fytgsnum
frumskóganna?
ÞaB hefir um margar aldir veriö
almenn trú manna aö námar Saló-
mons hafi verið þeir auöugustu sem
sögur fara af. Það þykir einnig
fullsannað að þeir hafi ekki verið
tæmdir þegar þeir voru yfirgefnir.
Ef sagnir biblíunnar eru ekki oröum
auknar var gull það, sem flutt var
frá þeim til Jerúsalem margra bill-
jón dala virði. Fræðimenn hafa
gert áætlanir um verömæti gulls
þess, sem prýddi veggi musterisins
og telst svo til að það hafi verið yfir
áttatíu milljón dollara virði, þar að
auki voru þeir skrýddir ógrynnum
öllu af silfri. Salomon kon-
ungur, þó hann í allri sinni dýrð
ekki jafnaöist við liljur vallarins, var
ríkasti konungur, er sögur fara af.
Einu sinni á þrem árum kom floti
hans, hlaðinn gulli, frá Ófír. Öll
drykkjarker hallar hans voru af
gulli gerð. í sumarhöll sinni í skóg-
um Libanons sat hann á hásæti úr
gulli og filabeini, til hverrar handar
stóðu sex gullljón merkjandi hinar
tólf kynkvíslir.
Þegar hann gekk úr dómhöllinni
til musterisins stóð röð hermanna á
hvora hlið, og bar hver hermaöur
gullinn skjöld. Hann ferðaðist í
sedrusviðar kerru skreyttri gulli og
purpura. Lífvörður hans var sex
tugir manna og var hár þeirra
stráð gulldufti dag hvern. Skraut-
munir úr gulli prýddu veggi hallar
hans og í skyni morgunsólarinnar
var musterið sem gullhaf á að líta.
Þúsundir ára hafa liðið og hundr-
að kóngar lifað og dáið en enginn
þeirra hefir átt annan eins auð og
Salómon, því ríki hans leið undir
lok og með því leyndardómurinn um
námana í Ófír.
Sagan um ríkidæmi og veldi Saló-
mons er fráleitt að eins þjóðsögn.
Rannsóknir nútíðarinnar hafa fært
ótvíræðar sannanir fyrir áreiðanleg-
leik hennar. Það er alment álitið
að frásögn biblíunnar sé útdráttur
skrifaður af læröum sagnfræðingum
og tekinn úr annál ríkisins, sem
færður var í letur stuttu eftir dauða
kóngsins. Annáll þessi hafði að
geyma skjöl ríkisins og var laus við
alt smjaður og skrum.
Næstum eins snemma og tímatal
vort byrjar voru lærdómsmenn
farnir að grafast eftir því hvar land-
ið Ófír hefði legið. Állskonar get-
gátur hafa verið að því leiddar.
Sumir héldu það hefði verið Malay
tanginn, aðrir eyjan Ceylon og enn
aðrir fullyrtu, að það hefði verið við
mynni Indus fljótsins á Indlandi.
Síðan Inca þynkvíslirnar voru
yfirunnar hafa margir þótzt færa full-
ar sannanir fyrir því að námar Saló-
mons hafi hlotið að vera í Perú.
Christopher Columbus var þess full-
viss að hann hefði fundið þá í Vest-
India eyjunum. Hann skrifaði Spán-
arkonungi meðal annars:—,, F'jallið
Sopora“,—það er annað nafn á Ófír
— ,,sem skip Salomons voru þrjú ár
að sigla til og stóð á eyjunni Haiti,
hefir nú að lokum komist í eign
yðar hátignar“. — En tæpum tutt-
ugu árum síðar tóku menn að leita
Ótír og námanna í Afríku og á því
meginlaudi hefir farið fram stöðug
leit eftir þeim alt fram á þennan
dag.
Saga þessarar leitar er ömurleg
og æfintýra mörg. Og enn þann
dag í dag er leitin jafn-tælandi og
töfrandi og jafnmiklum örðugleik-
um háð- og á löngu liðnum öldum
þegar fjárleitendurfrá Portugal voru
höggnir niður af liði Zulumanna,
eða báru beinin í flóunum við stór-
fljót Afríku berandi lægra hluti fyrir
árásum hitasóttarinnar. Raunir og
æfintýr Allan Quatermain eru tæp-
ast ótrúlegri en sögurnar af því er
Cal Peters og félagar hans urðu að
gangaígegnum fyrir aðeins tíu ár-
um, eða frásagnir um það.sem mætti
Ameríkumanninum Adam Renders,
er fyrstur leit hina tröllauknu hvítu
veggi borgarinnar Zimbabwe í skóg-
auðnum Rhodesíu.