Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 48
46
SYRPA.
sökin til þess að eg þekki svo
margt í sveitum niðri, er sú, að eg'
fer á hverju sumri í kaupstaðarferð.
'Feregeitt sumarið til Akureyrar
við Ityjaljörð, en annað til Vopna-
fjarðar. Eg heli líka komið á
Húsavík, Seyðisíjörð og Djúpavog,
en ekki eins oft og í hina fyrnefndu
staði”.
Einar spurði karl, hvort hann
hefði nokkurn tíma komið að prest-
setrinu Holi í Vopnatirði á kaup-
staðaferðum sínum. Neitaði karl
því, en spyr þó Einar því hann haíi
spurt að því. Segir Einar honum
þá, að hann hafi spurt að gamni
sínu og svo af því að hann væri
fæddur á þeim bæ og uppalinn að
mestuleyti í Vopnafirði og verið þar
fram undir tvítugs aldur, er hann
llutti norður í Þingeyjarsýslu, þar
sem hann ætti nú heima. Varð nú
ekki meira af samtali með þeim
Einari og Gunnlögi gamla í þetta
sinn, enda var máltíðinni lokið og
stóðu þá allir upp. Oddur fór til
sauðahúss, að gæta fjárs síns,
en systurnar gengdu ýmsum bú-
störfum. Karl og Einar voru
mikiðsamanum daginn og hjálp-
aði Einar honum til við ýms störf
er gera þurfti þar heima. Hrest-
ist karl nú óðum og var hir.n kát-
asti og eftirlátasti við Einar, þó
hér sé ekki getið um meira af sam
tali þeirra.
Einar sat nú þarna í tvo daga
í sóma og yfirlæti, talaði hann mest
við þá feðga á daginn, en stúlku
sína á kvöldin og þarna hafði hann
helzt óskað sér að vera állan vet-
urinn, hefði hann mátt það og þor-
að. En því var hvorugu að heilsa.
Hann vissi að húsbændur hans
máttu ekki missa hann frá heimilis-
störfum, og svo var hann á hina
hliðina hræddur um að sveitamenn,
mundu hefja leit eftir sér, þegar
Bjarni kæmi heini og þá gat vel
veriíí, að þeir fyndu, eða kæmust á
snoðir um híbýli dalbúans, en því
var Einar búinn aðheita karli,uppá
trú sína og æru, að segja engum til
hans. Það var því ekkert undan-
færi, aö Einar hlaut að snúa til
baka uæsta suunudagsmorgun og
átti Oddur að fylgja honum á rétta
leið, þegar hann væri ferðbúinn.
En áöur en vér segjum frá heimferð
hans, veröum vér að geta ýmsra
viðburöa, sem skeðu jatnhhða því,
sem þegar hefur verið frá skýrt og
lesaranum er að nokkru kunnugt,
Svo sem því, að þau Einar og Sig-
ríður, voru nú orðin harð-trúlofuð
sín á milli, og hafði talast svo til á
milli þeirra, að Einar kæmi alfarið
til dalbúanna um vorið og annað
tveggja settist þar að, fyrir fullt og
alt, eða þá að þau færi til Vestur-
heims, eins fljótt og þau gætu, því
Einar var þá búinn að staðráða
það ir.eð sér, að hann skyldi
þangað fara. Honum fanst sér
ekki geðjast vel að því, að verða
útilegumaður í Ódáðahrauni; en
Sigríður vildi með engu móti flytja
niður í sveit, enda heföi þá alt
komist upp, sen að þessu hafði
verið hulið, með bústaði útilegu-
manna. En í þann vanda, sem af
því gat leitt, vildi hann ekki fara
að steypa þeim, væri nokkurs ann-
ars kostur.
Það er svo ekki að orðlengja það
að þessi mál voru borin upp fyrir
þá feðga og varð það ráðum ráðið,
fyrst, að þeir samþyktu trúlofun
þeirra og annaö, að Einar skyldi á
leynilegan hátt hverfa til þeirra á
næsta vori og þar eftir mundu þeir
svo afráða hvað gera skyldi. Var
nú setið langt fram á laugardags-
kvöldið við þessar ráðagerðir og
féll allt með þeim í Ijúfa löð.
Á sunnudagsmorguninn snemma
liófu þeir svo ferð síma áleiðis til
bygða, Einar og Oddur, eins og
ráð var áður fyrir gert og skildíst
Einar við þau mæðginin öll, með
hinum mesta kærleika, og úrið,
sem áður er umgetið í draumnum,
var nú í barmi Sigríðar og undi
sér þar vel. Skiljum vér svo þann-
ig við dalbúana að sinni.
Nú er þar til máls að taka, sem
þeir Einar og Oddur hófu ferð sína.
Það var snemma morguns, litlu