Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 49
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS.
47
eftir dög'un; g-tnjju þeir nú léttan
til miödags, settust þá mönr og
hvíldu sig og snæddu miðdagswiiO.
Voru þeir þá komnir svo langt aö
Einar var einfær, aö hafa sig aö
kofa þeirra félaga, einhverntíma
næstu nótt, eða undir morgun. En
áður en þeir skildu, gerðu þeir þau
ráð með sér, að Oddur skyldi koma
til móts við Einar hjá kofanum, á
næsta vori, þá er sjö vikur væru af
sumri og skyldi hann hafa meö sér
þrjá hesta undir reiðfæri, því Einar
ráðgerði, að flytja með sér dót sitt
á einum hestí, en skreið, fisk og
hákarl á tveimur og skildu
með vinsemd og öllum lukkuóskum.
Síðan sneri Oddur til haka, en
Einar hóf göngu sína áleiðis til kof-
ans. Segir nú ekki af ferðum hans
fyrri en hann náði þangað með heilu
og höldnu næsta morgun, þegar
dagur var að renna. Var hann þá
orðinn bæði syfjaðuroglúinn, einsog
nærri má geta, eftir næstum hvíld-
arlausa göngu í 24 klukkutíma.
Þegar að kofanum kom, stóð
Bjarni fyrir dyrum úti og var þá
ferðbúinn að halda til bygða. Var
hann orðinn úrkula vonar um að sjá
Einar aftur lifandi, en hafði þó hald-
ist við þarna, allan þennan tíma og
barist milli vonar og ótta. Það
varð því, sem nærri má geta, hinn
mesti fagnaðarfundur með þeim og
bað Bjarni Einar oft og innilega, að
fyrirgefa sér, að liann skyldi hafa
yfirgefið hann, eins og hann gerði,
þegar þeir skildu síðast í hrauninu.
Einar kvað hann skyldi jíað ei
harma; alt hefði farið vel og sér
hefði liðið vel, en nú væri hann
þreyttur, svo hann yrði að taka
hvíld, helzt allan daginn, og næslu
nótt. Þessu var Bjarnisamþykkur,
gekk Einar þá til svefns, en Bjarni
sat yfir honum á meðun, og hafði
sér það til dægrastytiingar, að hugsa
lim þaö, sem fyrir Einar mundi hafa
borið því hann taldi víst, að hann
mundi hafa lent til útilegumanna.
Svaf nú Einar í næði þar til
nokkuð afhallandi nóni, að hann
vaknaði, dvöldu þeir nú það sem
eftir v.ir d igsins og næstu nótt í
ko.anum og höfðu það sér til dægr-
styiti.igar, aö Einar sagði Bjarna í
iiunaði alla ierðasögu sína og
hlýddi Bjarni á hana með mikilli
eftirtekt. Houum fanst og það
lét hann þegar 1 liós við Einar, að
hann hefði verið þarna nokkuð Iljót-
ráður og ekki litið sem bezt fram í
tímann, að fara undireins að trúlof-
ast dóttir útilegumanns, sem hon-
um blandaðist ekki hugur um, að
hlyti að vera heiðin. Það var nú
næstum það óttalegasta. Og hitt
gekk næst, að Einar skyldi ætla að
lifa alla sína daga meó óþjóðalýð;
því ekki var svo sem til þess ad
liugsa, að flytja stúlku, sem svona
stóð á til mannabygða og' ætla að
hafa hana þar, innan utn sannkrist-
ið fólk. Lögin og kirkjan leyfðu
það ekki. Já, hér var sannariega
úr vöndu að ráða, efiir skoðun
Bjarna. Honum fanst, að þetta
ganga næst því, að Einar hef ’i of-
urselt sig þeim g.uula og út af
þessu hélt hann nú lánga vandlæt-
ingaræðu yfir Einari, og reyndi til
með öllu móti, að fá hann til að
hætta við fyrirætlan sína. llann
ráðlagf’i Einari að fara t'l Vestur-
heims á næsta vori, eins og hann
hefði svo oft verið að rAðgera og
skifta sér ei meira af þessu úti-
1 jguþjófahys.ki, eins og honum
f mst nú réttast að n .fna það. Ilét
h mn honum þáfullri vináttu sinniog
fvlgi, el h inn vildi það gera.
A meðan Bjarni lét dælu
]>essa ganga, sat Einar og hlýd.li á
hann rólagur. En þegar Bjarni var
hættur, tók Einar til máls á þessa
leið: ,,Mikla vandlætingtiprédikan
hefir þú nú haldið vfir mér, kunn-
ingi góður! En það skal eg segja
þér, í eitt skifti l'yrir ö 1, að þessi
ræða þín breytir ekki skoðun minni,
eða fyrirætlunum, hina minstu vit-
und. Eg hefi svarið þess dýran eið
að bregða aldrei trygð við konu
þessa, hvað svo sem öllu öðru
líður. Eg er ánægður með hana
og eg held að fólk hennar sé al’
veg eins gott og heiðvirt ein