Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 12
10 SYRPA voru hvorttvegg-ja í senn bæöi há- tíðleg og óskapleg og eins söguleg í sér og nokkru sinni verða í sögu. Akatín og tveir þjófar voru læstir inni að Claude meðtöldum eftir því sem sannað var síðar með réttar- rannsókn. Óðar og fangaverðirnir voru burt farnir, steig Claude upp á bekk sinn og gerði öllum heyrin kunnugt, að hann liefði vandamál upp fyrir þeim að bera. Fangarnir þögðu við. Þá tók hann aftur til máls: ,,Þið vitið það allir, að Albin var mér í sonar stað. Eg fæ ekki nóg að éta. Það kemur fyrir ekki, þó egkaupifyrir þetta litla, sem eg vinn mér inn, það nægir mér ekki. Eg er alt af svangur. Albin gaf mér með sér af sínum skamt. Eg var honum í fyrstu þakklátur, af því að hann gaf mér að éta. Síðar varð mér vel viö hann, af því honum var vel við mig. Hr. d. —stíaði okkur sundur. Sambúð okkar gerði honum ekki grand til. En hann er vondur maður og þykir gaman að kvelja aðra. Eg bað hann að lofa mér að fá Albln aftur. Þið vitið allir, að hann neitaði því. Eg gaf honum frest til 4. nóv. Hann lét snara mér í svartholið. Þar dæmdi eg hánn og dæmdi hann til dauða. í dag er 4. nóv. Innan tveggja stunda gengur hann hér um og eg geri nú öllum heyrin kunnugt, að þá ætla eg að drepa hann. Hafið þið nokkuð þar til að segja?” Enginn gaf neitt svar. Þá hélt Claude áfram. Hann virðist hafa talað af mikilli mælsku. Hann sagði að hann vissi að vísu að hann ætlaði að fremja of- beldisverk, en hann héldi að það væri samt ekki rangt af sér. Að taka rétt sitin sjálfur væri á stundum nauðsyn, samskonar og gata sú, sem manni stundum yrði reikað inn í og engan útgang hefði. Hann sagði að hann gæti ekki tekið líf verkstjórt nema með því móti að láta líf sitt, en hann væri reiðubú- inn til að láta það fyrir réttan mál- stað. Hann hélt ekki að hann léti stjórnast af æstum geðsmunum, en ef þeirhéldu það, nokkur þeirra, þá bað hann þá eða þann að segja til þess. Einn maður aðeins tók tilmáls Einn fanganna lagði það til, að hann skyldi biðja verkstjóra en einu sinni til um Albin, og gefa honum kost með því móti að leysa hendur sínar. ,,Það er rétt. Eg skal gera það”, sagði Claude. Fangelsisklukkan sló 8. Jajnskjótt og þessi kynlegi áfrýj- unarréttur hafði eins og staðfest dóminn, sem Claude hafði kveðið upp, þá gjörði honum aftur jafn rótt og skaplétt og hann átti vanda til. Þá tók hann fram föt sín öll, sem hann átti. Það voru fátækleg plögg eins og tíðkast með föngum. Hann kallaði á þá, sem honum var bezt við næst Albín og skifti plöggunum með þeim. Hann hélt skærunum einum eftir. Hann kvaddi því næst livern mann með handabandi. Margir grétu. Hann brosti við. Hann tók eftir unglingspilti, sem einblíndi á hann. Pilturinn var föl- ur í framan og skalf af ótta af að hugsa til þess, sem hann yrði bráð- um sjónarvottur að. ,,Vertu ósmeikur, piltur minn” sagði Claude, ,,það stendnr ekki lengi á því”. Að lokinni úthlutun fatanna, gaf hann sig á tal þeirra, sem voru út í hornunum að skeggræða um vand- ann, sem þeim væri að höndum bor- inn og sagði þeim að fara til verks síns. Þair hlýddu honum orðalaust. Nú er kortér eftir í níu sagði Claude og gekk hægt og seinlega yfir gólfið og hallaði sér fram á bekkshornið að hurðarbaki næst dyrum þeim, sem verkstjóra var von á að koma inn um. Klukkan sló níu. Dyrnar opnuðust og verkstjóri kom inri einnsarnall að vanda. Hann gáði ekki að Claude og gekk frá einum bekk til‘annars og tók ekki eftir að allir mændu á eftir honum augum fullum skelfingar. Alt í einu hnykti honum við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.