Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 36

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 36
34 SYRPA. og hugaður, sem hann var stór og sterkur, en samt kom hann sér vel og var í miklum metum hjá hús- bændum sínum. Einar var aftur þar á móti nýkominn í þessa vist, hafði farið þangað fyrir rúmu ári, áður en sagan gerðist. Hann var tæplega nreðalmaður á vöxt, liðlega vaxinn og fríður sý’num; gleðimaður mikill og til í flest, eins og þá var vanalega að orði komist. Hann var svo limur ba ði á skíðum og skaut- um, að enginn komst til jafns við hann í þeirri íþrótt; hann var einnig glímumaður svo mikill, að enginn stóð honum snúning, hvorki þar í sveit eða nágrenninu. Var hann því að auknefni kallaður ,,Glímu- Einar” og stundum ,,Skíða-Einar”. I lann var vinnumaður góður og í hiaum mcstu metum, ekki einasta hjá húsb.endum sínum, heldur og öllu fólkinu, sem á heiniilinu var. Orð lék á því, að kvenþjóðinni litist vel á hann; og oft var hann í þingum við griðkonur þar*á bænum, og gerðist þá gleði og skemtan mikil í \ iðureign þeirra. Einar og Hjarni voru vinirmiklir oghöfðuver- ið það um langan tíma, áður en þeir urðu báðir vinnumenn á samaheimil- inu. Höfðu þeir þann starfa á hendi, að gæta sauða á vetrum og stóðu oft yfir fénu b.iðir saman, einkum þá veður voru slæm. En á kvöld- vökunum, þegar heim var komið, var það van i iðja þeirra, ;tð Bjarni táði eða kcmbdi ull fyrir vinnukon- ur, en liinar las sögur, eða kvað rímur fyrir fólkið, og þótti að því hin mesta skemtun. Hér mætti og einnig geta þess, að um þessar mundir og skömmu j>ar á undan, hófst hinn svokallaði vesturfara-hugur í fólki, og var þá b;eði rætt og ritað mikið um Vest- urheim og hvað þar væri gott að vera. Tóku þá margir ungir menn ]>að fyrir, að fara að læra enska tungu og voru þeir félagar í Jreirra tölu, sem lögðu stund á nám jretta. Var Einar í því, sem flestu öðru, á undan öllum og var því um þær mundir, af þeim .sem báru gott skynbragð á erlend tungumál, tal- inn vel slarkfær. En bók sú er hann lærði mest af, var eftir Hall- dór Briem og gekk hann vanalega með hana í treyjuvasa sínum og kallaði ,, Halldórs-postillu”. Enda sögðu margir, að hann kynni hana spjaldanna milli. Það, sem sagt hefir verið hér að framan, mætti vel kallast formáli, því aðalsagan,sein lýtur að útilegu- mönnunum, kemur hér á eftir og er á þessu leið. Það var um haustið 1875, eöa 6, sögumaður minn var ekki alveg viss um ártalið, að bændum þar í sveitinni, en sérstaklega bræðrum þessum, þóttu verða illar fjállheimt- ur hjá sér, og töluðu það marg- ir, að slíkt væri ekki einleikið, og mundi vera af mannavöldum; ann- aðhvort sauðaþjófa sem bjuggu í heiðakotum eða útilegumanna, sem oft, sérstaklega af sögum, voruþekt- ir fyrir að stela fé manna og rcka til híbýla sinna. Jókst nú tal um jretta dag frá degi og vissu fáir hvað réttast mundi vera. Hver þóttist beztur fyrir sína hugmynd, og allir vissu, að eitthvað óvanalegt mundi valda j>essum slæmu heimt- um. Að vísu var trú manna um það að útilegumenn væru til, þá mikið farin að dofna og jafnvel útdauð hjá öllum þorra fólks. En j>ó voru þeir til, sem héldu, að skeð gæti að útilegumenn væru ekki útdauðir og einn af j>eim var Einar. Hafði hann gaman af að segja frá því að hann hefði stundum séð reyki lengst vestur í öræfum, og taldi víst, að þar væri einhverra mannabústaðir. En aðrir börðu það niður og sögðu hann segði þetta eingöngu til Jress að hræða fólk, eða spila með það og fór svo, eins og vanalega að sitt leizt hverjum, og féll umtal um þetta að mestu niður. Nú leið fram undir veturnætur. Kom þá Einar að máli við Bjarna einhverju sinni og spurði hann, hvort honum sýndist ekki, að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.