Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 52

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 52
50 SYRPA hvernig þetta mundi alt fara. Mest- an kvíöboga haföi hann þó borið fyrir því, ef aö Einar skyldi segja til þeirra. En nú var þeim ótta hrundið, alt stóð heima, sem talað hafði veriö og meö þaö var karl harð-ánægður. Nú sat Einar þarna í sóma og yfirlæti, fram að miðju sumri og gengdi þar heimilisstörfum með þeim feðgum. Karl fór eitthvað í hurtu á þessum tíma og var hann þrjár vikur í þeirri ferð, en þegar hann kom aftur heim, þóttist Einar sjá og skilja, aö hann mundi hafa verið í kaupstaðarferö. Hafði hann kornið heim að næturlægi og haft með sér flutning á mörgum hestum — kaupstaðarvörur af ýmsu tagi, líkt og tíðkast hjá sveitabændum.— Ekki vildi Einar spyrja karl, hvert hann hefði farið eða eftir neinum fréttum, enda sagði hann heldur ekkert af ferðum sínum. Leið nú enn nokkur tími og bar ekkert til tíðinda. Einn sunnudagsmorgun, litlu eft- ir að þetta skeði, sem nú var frásagt kom karl að máli við Einar og spuröi hann hvort hann héldi ekki að tími væri kominn til þess aö þau færi aö gifta sig. Sagðist hann nú hafa alt undirbúiö frá sinni hendi, sem til þess þénti, ef ekki stæði á þeim. Einar sagðist vera til nær sem vildi og bað karl að ráöa þó mestu þar um. Var nú gengið á ráðstefnu af öllum hlutaöeigendum, giftingadagurinn settur og allur nauðsynlegur undirbúningurgerður. Á meðan stóð áþessum undirbún- ingi og tíminn var að líöa fram að hinum tilsetta degi, spurði Einar kærustu sína að því eitt sinn hver ætti aö gefa þau saman og eins hvaöa tilhögun faöir hennar mundi ætla að hafa viö það tækifæri. Hún sagði honum frá, að þar í hrauninu væru 17 bæir og byggi fólk (i þeim öllum, sem mundi vera nær 250 aö • tölu, því sumar fjölskyldur þar væru stórar og því margt fólk á sumum bæunum. Hún sagði að þeir hefði bæði sýslumann og prest og mundi presturinn koma til þeirra að undir- lagi fööur síns og framkvæma gift- ingarathöfnina. Hún sagði aö prest- ur þessi hefði bæði skírt sig og fermt upp á lúterska trú og þyrfti hann því engan heiöindóm að óttast hvorki hjá sér, sínu fólki eða öðr- um hraunbúum. Þeir tryðu allir á einan sannan guð og tilbæðu hann réttilega. En kunnátta þeirra eða vísindi sem sumir kölluðu gald- ur, kæmi því ekkert við. Þaö væri nú bara sérstök fræðigrein, sem allir, að minsta kosti allir karl- menn, þyrftu að kunna. Einari þótti vænt um að heyra þessar fréttir. Nú kom hinn tilsetti dagur, það var 24. júlí, dreif þá boðsfólkið aö bænum, nær 100 aö tölu, bæði karl- ar og konur og þar á meðal prest- urinn, sem var gamall og gráhærð- ur öldungur. Hjónavígslan fórfram. Síðan var hafin virðuleg veizla og sátu menn og snæddu allslags krás- ir, sem á borð voru bornar og drukku ýmsar víntegundir. Stóö veizlan yfir fram á nótt. Alt fór vel og siðlega fram og allir sýndust glaðir og ánægöir, en litlar samræö- ur hafÖi fólk þetta við brúðgumann sjálfan, en talaöi aftur mikiö sín á milli og við brúðina. Stórir og sterklegir sýndust Einari að flestir karlmennirnir vera og ekki Iaust viö að einstöku af þeim gæfu honum ilt auga, en þú bauð enginn honum í glímu og enginn lagöi neitt mis- jafnt til hans. Að endaöri veizlunni fór hver heim til sín. Fylgdi gamli Gúnnlaugur ungu hjónunum til sængur og lagði þar yfir þau bless- un sína, með heitum og andríkum orðum. Réttri vilcu eftir þetta, var uppi fótur og fit á öllum þar á bænum. Einar og Sigríöur voru nú ferðhúin til Ameríku og átti Oddur að verða fylgdarmaður þeirra. Þau höfðu 2 hesta til reiðar hvert, og 2 með létt- ings föggum, sem var öll búslóð nýgiftu hjónnanna. Einar hafði 2 kofort meðferðis, voru föt hans og annar léttings-flutningur í öðru þeirra, en bækur og ýmsir smámun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.