Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 27

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 27
NÁMUR SALÓMONS 25 „Sýnið mér veginn til hellis lians ogegskal Ijósta uppbrögðumhans“. Reiðin brann úr augurn Lóben- gula: „Eg skal greiða þér veg þangað, en það verður þinn bani. En bezt er þér verði að vilja þínum“. Innfæddir menn sögðu litlu síöar að Kabula Kagora hefði verið skýrt frá áformi verzlunarmannsins og að guðinn hefði hótað honum bráðum bana í hegningarskyni. Clarkson hló að þeim fregnum. Hann gekk eftir því að Lóbengula efndi loforð sitt og vísaði sér leið til verustaðar guðsins, því dag og nótt hugsaði hann um það, hvernighann mætti finna námana. Um síðirgaf Lóbengula samþykki sitt og lagði Clarkson þá á stað til hinna dularfullu fjalla. Tveir af hermönnum kóngsins fylgdu hon- um. Ein vika leið, enaðþeimtíma liðnum komu hermennirnir til baka og báru lík verzlunarmannsins. Þeir höfðu ömurlega sögu að segja. Þeir höfðu farið að vilja hvíta mannsins. Þeir höfðu fylgt honutn upp í gull- náma fjöllin, þar sem enginn af hans kynþætti hafði áður stígið fæti sín- um. Hátt upp við björgin þar sem örnin dvelur, höfðu þeir komið að hellir Kabula Kagora. Þrisvar höfðu þeirkallað við hellismunnann, að guðinn skyldi koma fram, því hvíti maðurinn, er gert hafði gys að mætti hans. væri þar kominn. Ekk- ert svar barst þeim, nema bergmál orða þeirra. Guðinn vildi sýna hvíta manninum fyrirlitning með þögn sinni. En er þeir stóðu þar og biðu skygði í lofti, þrumnrnar bergmáluðu frá einni fjallshlíð til annarar, eldingar blikuðu og t egnið féll í straumum. Yfirkomnir af ótta höfðu þeir flúið. Að nokkrum tíma liðnum áræddu þeir að líta við. Langt fyrir ofan þá sáu þeir hvíta manninn standa fast upp við kletta beltiö. ,Og á sömu stundu opnað- ist himininn yfir höfði hans, eld- knöttur féll með ógurlegum þyt gegnutn skýflókana og sló hann til bana. Svo hafði guð þeirra hefnt sín. Látið það til varnaðar verða bættu þeir við, hverjum þeim livít- um manni, er óskaði að leita nám- anna í fjöllunum. Bretarnir voru ekki við hjátrú bundnir og álitu sögu þessa upp- spuna einan. Þeir þóttust þess full- vissir, að Matabelar hefðu myrt Clarkson. Þeir urðu þó að skifta um skoðun, er læknar höfðu skoðað lík hans. Það lék enginn efi á að elding hafði orðið honum að bana. Auðvitað tilviljun. Það var að minsta kosti skoðun Evrópumanna. En Matabelarnir vissu, að þar varð að taka meira í reikninginn. Þeir vissu hve máttugur guð þeirra, Kabula Kagora var. Ekki erólíklegt að hinn undarleg dauði Clarksons hafi átt nokkurn þátt í því, að Matabelarnir fóru að líta niður á aðkomumenn og álíta sig ósigrandi. Ungir kappar þeirra er vanir voru að bera sigursæl vopn móti nágrannakynflokki, Mashón- unum, heimtuðu að fá að berja á Englendingum. Þeir gátu ekki trú- að því, að herferð sú myndi kosta þá land og líf. Þegar reynt var að sýna þeim fram á, að svo færi, brostu þeir hróöugir og varð ekki annað en þetta eitt að orði: ,,Hvað sem þessu líður skulum við berjast og sjá hver betur má“. Sumarið 1893 braust ófriðurinn út. Matabelar bjuggust til herferð- ar, og hvítu íbúarnir voru hvergi nærri óhultir um líf sitt. Vopnbær- ir menn nýlendunnar voru skvndi- lega boðaðir til Salisbury. Liðið var lítið yfir þúsund manns, að vin- veittum svertingjaflokkum meðtöld- um. Á leiðinni til móts við lið Ló- bengula konungs, bættust við utn tólf hundruð Mashónar. En þeir eru friðelskur kynfiokkur og voru því meira til liðs setn njósnarar en hermenn. Blóðugir bardagar voru háðir viku eftir viku. í einni orustunni féllu sex hundruð Matabelar fj-rir kúlna- hríð Bretanna. í annari orustu, er hinar frægu Umbezu og Ingubu her- sveitir fóru fyrir liði Lóbengula, voru þúsund vinimanna drepnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.