Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 62
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson:
I L L A G I L.
I.
*ff fögrum dal á NorÖur-íslandi
** stendur bærinn Hamar undir
háu fjalli, sem hann tekur nafn sitt
af., Snarbrattar hamrasyllur og
bergstallar liggja eftir endilöngu
fjallinu, nokkuö fyrir neöan fjalls-
brúnina. Gegnum hamralögin og
hillurnar skeiast all-mörg gil, stór
og smá. Ná sum þeirra alt frá egg-
inni og niöur á undirlendiö, en flest
þeirra myndast ekki ofar en í hömr-
unum. Þegar ofan á sléttlendiö
kemur, breytast öll þessi gil í grasi
gróna vatnsfarvegi eöa smálæki,
sem vætla áfram í ótal bugðum eftir
enginu og niður í dalsána.
Stærsta giliðheitir Illagil ogþyk-
ir erfitt yfirferöar og hættulegt. Þeg-
ar gangnamenn eöa smalar eru í
sauöfjárleit og ganga út og suöur
eftir hamrabeltunum, gjöra þeir
lykkju á leiö sína, þegar aö Illagili
kemur og fara upp fyrir upptök þess
efst við fjallseggina, sem ekki er
mjög langur spölur frá klettabelt-
unum. Hefir margur röskur og
hugdjarfur drengur unaö því illa,
aö þurfa aö beygja upp fyrir Illagil
í fjárleitum eftir hömrunum, en fæst-
ir hafa þeir veriö sem langað heíir
að tefia á tvær hættur og fara beint
yfir gilið, því hryllilegur dauði bíöur
hvers þess manns, sem veröur fóta-
skortur þar uppi. Hliðar Illagils á
leiö þessari eru hallandi móhella og
lausamöl á botni þess og ómögulegt
aö fóta sig, en rétt fyrir neðan taka
viö þvergnýptir stallarog bergsnas-
ir í gilinu diminu og ægilegu.
Þaö gengur saga um þaö í daln-
um aö Illagil dragi nafn sitt af at-
buröum þeim, er nú skal greina.
Endur fyrir löngu voru tveir rösk-
ir piltar um tvítugsaldur aö leita a^
sauöfé í fjallinu aö hausti til og
gengu suöur hamrana, unz þeir
komu aö Illagili. Var annarþeirra
vinnumaöur á Hömrum, en hinn var
sonur bóndans er þá bjó þar. Taldi
vinnumaöur sjálfsagt aö ganga upp
fyrir giliö, en bóndasonur mælti á
móti og kvaö þaö dugandi drengj-
um skömm aö taka æfinlega krók á
sig fyrir ekki hættumeira hlaup, en
þaö, aö hlaupa yfir giliö. Sagöist
hann skyldi fara fyrst, ef vinnumaö-
ur þyröi aö koma á eftirog storkaöi
honum mjög. Vinnumaöur kvaö
þetta ekki myndi góöri gæfu stýra,
en mælti þó loks aö hann skyldi
koma á eftir ef bóndasonur færi
fyrst. Hljóp hinn síöar nefndi nið-
ur í giliö, yfir lausamölina í botn-
inum og jafnfljótt upp á gilbarminn
hinumegin og sakaði ekki. Vinnu-
maöur hljóp á eftir, en varÖ fóta-
skortur í lausgrýtinu, rak upp hátt
hljóð og var á samri stundu hrapaö-
ur ofan fyrir hengifiugið.
Um kveldiÖ kom bóndasonur heim
og bar vinriumanninn ífangi sér, all-
an brotinn og sundur tættan. Haföi
hann eftir atburöinn sorglega, geng-
ið ofan fyrir hamrana á öðrum staö
og ofan í Illagil fyrirniöan klettana,
þar sem vinnumaöur lá. Sagöi hann
frá atburöinum, eins og hann haföi
gengiö og segir sagan aö faöir hans
hafi átalið hann harðlega og mælt
um leiö, að eigi myndi vinnumaöur
verða hinn síöasti er gil þetta hiö
illa yröi aö bana. Segöi sér svo
hugur um, að ætt sín myndi veröa
aö gjalda glópsku sonar síns bitur-
lega.
Um nóttina vaknaði fólkiö í baö-
stofunni viö þaö, aö komiö var upp