Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 60

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 60
58 SYRPA vildi fyrir engan mun, sleppa því tækifæri að komast til systur sinnar og- búa í grend við hana. Þó fanst henni í aðraröndina slæmtaðmissaaf svona góðu giftingartækifæri og því fyrsta sem hún hafði fengið á æfi sinni. En Einar bað hana að láta sig ráða þessu, hann mundi geta komiðþessuí viðunanlegt horf. Það líkaði Helgu vel. Síðan sagði Ein- ar Mr, Crawford frá málavöxtum og varð hann glaður við, en þótti þó lakara að hún skyldi ekki vilja verða eftir á Englandi og giftast sér þar, en þó, til þess að missa ekki af svona álitlegu konuefni kvaðst hann mundi ganga að kostum hennar. Réðist það því milli þeirra að Helga skyldi fara vestur með Einari og sitja þar í festum, þar til Mr. Craw- ford hefði ráðstafað eigum sínum og kæmi vestur. Gengu nú þessir máldagar saman og trúlofuðust þau svo þarna í viðurvist Einars og inn- sigluðu það með kossi og laglegum hring, sem Mr. Crawford dró á fingur hennar. Varð nú Helga glaðari en frá verði sagt, lék við hvern sinn fingur og reyndi nú af öllum mætti til að læra enskuna, en tíminn sem hún hafði til þess, reynd ist naumur, því innan fárra daga átti að hefja ferðina til Ameríku. Þetta sem hér að framan erskráð, skeði um miðjan ágúst. Var nú svo ráð fyrir gert, að Mr. Crawford yrði kominn vestur fyrir næstu jól, svo að þau gætu haft það sér til jólaskemtunar, að gifta sig og lifa í náðum vestur í Californíu um jólin. Síðan var fundi þessum slitið, en þau Einar og Helga bjuggu sig í skyndi til vesturferðar. Þegar alt var til- búið, fylgdi Mr. Crawford þeirn til skips, og skildu þau þar' öll, með vináttu og blíðu mikilli. Farnaðist þeim vel og komust þau með heilu og höldnu heim til Einars. Varð þar hinn mesti fagnaðarfundur; fyrst milli hjónanna og síðan með þeim systrum, eins og nærri má geta. Settist Helga nú að á heimili systur sinnar og mágs og sat nú í festum, líkt og fornaldar hofróðuroft gerðu. Leið nú fram til jóla, og bar nú ekk- ert markvert til tíðinda. Helga sat nú þarna eins og að framan er sagt og lagði nú einna mesta stund á að læra enskuna, því hún vildi fyrir hvern mun veraorðin vel að sér í henni, þegar mannsefnið kærni. Mátti svo heita, að hún væri vakin og sofin við þann starfa, Sig- ríður systir hennar var aðalkennar- inn og elsta dóttir þeirra hjóna, og svo hjálpaði það mikið til, að alt heimilisfólkið talaði ensku. Varhún brátt álitin, að vera orðin allvel bænabókarfær í þeirri tnugu. Hún taldi nú tímann og fanst jólafastan sérstaklega löng. En samt leið tím- inn og jólafastan líka, alt til 21. desember. Sat Helga þann dag allan niður í stofu og var að lesa enskan ,,róman“ sem einhver hafði gefið henni, og álitið góða bók fyrir ensknemanda. Leið nú dagurinn alt þar til klukkan var fjögur, eftir hádegi. Tók þá Helgu að syfja svo mjög, að hún gat varla uppi setið og varð því að leggja sig fyrir, svo sem hálfan tíma. En þegar hún reis á fætur og varð reikað fram að glugganum, sem hún gerði mest til þess að róla af sér svefnmókið, sér hún að luktum léttvagnier ekið upp að garðshliðinu við framhlið húss- ins og út úr honum stígur slór og þreklegur maður, í yfirfrakka og bar tvær töskur, sína í hverri hendi. Hún sá að maður þessi hneigði sig fyrir ökumanninum og sneri síðan upp að húsi þeirra oggekk kvatlega. ,,Já, hver skyldi þetta vera?“ hugs- aði Helga með sér, því rétt í þenna svipinn, datt henni það sízt í hug, að hér væri kominn William Craw- ford, kærasti hennar frá Englandi, en sú varð þó raunin á. Mr. Craw- ford var kominn. Hann gekk nú upp að dyrunum og hringdi dyra- bjöllunni og hlaut Helga nú að fara til dyra, sem þó var ekki vandi henn- ar, en þarna braut nauðsyn lög. Enginn af hinu heimilisfólkinu var viðlátið svo hún hlaut að gera þetta. En rétt um leið og hún sneri til dyranna, flaug henni í hug hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.