Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 7

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 7
CLAUDE GUEUX.11 Eflir VICTOR HUGO. yrir mörgum árum var maöur í Parísarborg, sem hét Claude Gueux. Hann var daglaunamaður fátækur og bjó meö stúlku sinni og barni þeirra. Eg segi hvern hlut í sögu þessari eins og var og læt les- arana sjálfa um aö finna merg máls- ins í henni. Claude var verkmaöur góöur, ötull og lagvirkur. Hann var illa aö sér, þótt hann væri vel af guÖi gefinn. Hann var hvorki læs né skrifandi, en góða greind haföi hann. Þaö var einn vetur, að liann varð atvinnulaus. Heimili hans varð bjargþrota; ekkert til að bíta eða brenna. Þá stal hann. Þaö gerir ekkert til hverju hann stal eöa hvern- ig hann fór aö því. Það er alt og sumt, aö það var hlýtt hiá honum í þrjá daga á eftir, og björg henda konu og barni, og þar með fangels- isvist fyrir sjálfan hann í 5 ár. Hann var. fluttur til Clairvaux. Það var munklífi fyrrum, en er .nú fangelsi, og munkaklefarnir, sem fyrrum voru, eru nú glæpamanna- kompur og altariö helga gapastokk- ur. Þetta þykir nú sumum mönn- um framfarir og balda þeim í þessu horfi þegar þeir eru aö gaspra um framfarir. En hverfum aftur að sögunni. Þegar Claude Gueux kom í fang- elsisvistina, var hann haldinn i myrkraklefa á næturnar, en vann í einni af verkstofum fangelsins á daginn. Hann var alvörugefinn og dagfarsprúður í fangelsinu, eins og sómir heiðviröum og ráövöndum mamni slíkum, sam hann var, áöur en hann bendlaði þjófsnafninu viö sig. Hann var ennis breiður og eunis hár, og ennið farið að rákast, þótt ungur væri. IláriÖ var þykkt og svart og farið að hærast; augun voru góðleg, á stundum blíð og hlý- leg eins og í barni; brýrnar vel hvelfdar og hakan stór og þótta svipur dálítill um manninn. Styzt af að segja þaö sópaöi mikið að manninum. Lesarinn fær nú að heyra, hvað þjóðfélagið gerði við hann. í fangelsinu, sem Claude var í, var verkstjóri, þ. e. a. s. einskonar aðal-umsjónarmaður á t'angastofun- um. Hann var strangur og harð- leikinn, svo að tíðum lá við, að keyrði fram úr heimildum hans, stundum var hann aptur með glensi og gamni við fangana. Hann var einþykkur í lund fremur en stað- lyndur, og tók ekki fortölum neins manns jafn vel ekki sjálfs sín. E.kki er að efa að hann var góður faðir og eiginmaður, en slíkt er skj’lda og engin dvgð. Hann vareinn afþeim mönnum, sem ekki hafa geðlipurð til að bera eða samúð, sem eru gerðir einsog úr stokkum og steinum, kom- ast ekki við af neinum hugsjónum og verða ekki fangnir af tilfinningum. Astríðan er freðin hjá þeim hatr- ið máttlaust og geðsmunirnir funa- lausir. Þeir ná aldrei móð í sig, því sálir þeirra eiga sér ekkert hita- magn. Það sem mest bar á í skap- ferli verkstjóra var þrályndi. Hann þóttist af því að vera þrályndur og líkti sér við Napóleon. Það er missýning, sem margan hendir, að halda í fljótu bragði að þrái sé Sama og að vilja, þó skils- munurinn þar á milli sé álika og milli kertaljóss og kvöídstjörnunnar. i) Hann var tekinn af í Troyes 8. júní 1832.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.