Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 16
Námur Salómons
Auðugustu námur í heimi. í tvö þúsund ár hafa menn verið
að leita að þeim. Líkur til nú sem stendur, aö
leitin sé á enda og námurnar fundnar
lengst inn í Afríku.
Hér segir af þeirri löngu leit, sagan
bœði skáldlega fögur og hrikaleg.
I. KAFLI.
Forn námagöng.
tvö þúsund ár hefir mönnum
verið það hulin ráðgáta hvar
Ófír og námur Salómons hafi verið.
Eru líkindi til að sú gáta verði nokk-
urn tíma ráðin?
Merkilegar fregnir hafa nýlega
borist frá óbygðum Rhodesíu. Síð-
ast liðinn ágústmánuð fundust forn
námagöng í skógunum norður af
Victoriu, sem báru þess merki, að
þrælar hins volduga konungs ísra-
elsmanna, sem flutti, frá einhverjum
óþektum sfað, ógrynni gulls, hefðu
unnið í.
í námum þessum, sem virtisthafa
verið unnið í fyrir þúsundum ára,
fundust silfurpeningar frá ríkisár-
um hans, gull deiglur úr steini, sem
málmleyfar enn fundust á, hnappar
og armbönd úr gulli. Armbönd
þessi og gullstáss var af svo mikilli
list gert að frumbyggjar Afríku gátu
ekki hafa smíðað það. Það virðist
að námamenn þessir frá löngu liðn-
um öldum hafi yfirgefið staðinn í
miklum flýti, því verkfæri þeirra
ligfgja. á víð og dreif, líkast því að
óvænt upphlanp nærliggjandi svert-
ingjaflokka hafi neytt þá til að hætta
starfi sínu.
Þetta var mjög óvæntur og merki-
legur fundur, inn í miðju hins
,,myrka meginlands“, þar sem eng-
inn veit til að hvítur maður hafi stig-
ið fæti sínum fyr en á öndverðri
nítjándu öld. Það sem gjörir
fund þennan enn merkilegri er, að
um þessar mundir virðast fræðimenn
og landkannendur sammála um
það að námar Salomons hafi verið í
, suðaustur hluta Afríku. Ennfremur
er verið að rannsaka stórmerkileg-
an bæ, sem Zimbabwe heitir og
liggur fáar mílurfrá Vietoria. Rann-
sóknir þær virðast daglega leiða í
ljós nýjar sannanir fyrir því að í
þeim bæ hafi Salómon haft ijárhirzl-
ur þær, sem hann geymdi í fjirsjóðu
sína, er hann fekk frá landinu Ófír
og getið er um í ritningunni.
Það sýnist vissulega mjög líklegt
að innan skams finnist landið Ófír,
sem landfræðingar síðari tíma þrátt
fyrir ítarlegar rannsóknir hafa ekki
getað sýnt á landabréfum sínum.
Er mögulegt, að þeir auðugustu
námar sem sögur fara af, hinir
heimsfrægu, málmauðgu hellar,
þar sem gull það, er prýddi veggi
musterisins í Jerúsalem, var tekið,
finnist í óbygðum Rhodesíu? Eru
nokkur líkindi til að undradalurinn
í Ófír, þar sem sólargeislarnir dansa
um þúsundir glampandi gullmola,
undradalurinn sem kostað hefir svo
marga æfir.týramenn lífið, eigi, þrátt
fyrir efagirni nútíðarmanna, eftir að