Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 46
44
SYRPA.
sæl Sigríður mín!” Við þetta á-
varp varð henni í meiralag'i hverít.
Hún leit til hans og var þá
blóðrjóð út að eyrum, en gat þó
fljótt áttað sig og segir: ,,Sæll
vertu”. Síðan fór hún út með
það sem hún hélt á og varð eigi
meira af samtali þeirra í það sinn.
Nú var Einar orðinn einn enn þá
einu sinni og fór þá náttúrlega
fyrst að hugsa um stúlkuna, sem
hann var núorðinnalvegsannfærður
um, að væri hin sama, sem birtist
honum í draumnum. Ef nokkur
var mismunurinn, þá var hún
enn þá yndislegri. Um þetta var
hann að hugsa, þegar hún kemur
inn í þriðja sinn. Læsti hún nú liurð
á eftir sér, gekk svo innar og bauð
Elnari, að draga af honum vos-
kiæði og fá honum önnur þur.
Þáði hann það strax með mestu
ánægju, því nú gafst honum gott
tækifæri, bæði til að virða stúlkuna
fyrir sér og ef til vill, að tala við
hana. Augu þeirra mættust að nýju,
og enn varð hún kafrjóð og það
hefir víst ekki verið fjarri, að Einar
yrði það líka. Hann herti nú upp
hugann og segir. ,,Heitir þú ekki
Sigríður?” ,,Jú”, segir hún. ,,En
hver sagði þér nafn mitt?” ,,Þaðer
nú saga að segja frá því”, segir
Einar, ,,En et þú vilt vera svo
góð, að hlusta á, skal mér vera hin
mesta ánægja að segja þér það”.
,,Eg get ekki skilið að saga þín sé
svo Ijót, að eg megi ekki hlýða á
hana”, mælti Sigríður, og settist
um leið á stól gagnvart honum og
var nú að sjá mjög róleg. Roðinn
í kinnum hennar var nú farinn að
jafna sig, og gull-bjarta hárið, í
fallegu fléttunum, liðaðist niður með
vöngum hennar, allt á herðarniður,
og það styrndi á gráu peysufötin,
sem fóru henni vel; Iimaburður
og skapnaðarlag, var allthvaðöðru
samsvarandi, svo Einari kom í
hug að hér væri komin Sigríður
Eyjafjarðarsól”, því söguna af
henni hafði hannlesið. Og núfanst
honum sagan vera orðin að lifandi
mynd og þessi mynd gagntaka sálu
sína og hjarta.
Eltir dálitla þögn og umhugsun-
artíma, byrjaði Einar síðan að segja
Sigríði sögu sína og var það upp-
haflð, að hann sagði henni fyrst hver
hann væriog þarnæst hvað hann væri
að fara og síðast frá draumnum
og því um leið, að það hefði verið
hún sjálf, sem sagði honuni hvað
hún héti. Töluðu þau um þetta á
víð og dreif og ótal margt fieira,
sem hér verður ekki getið, en sag-
an mun síðar leiða í ljós, þar til
kontið var frarn að miðnætti, þá
hvarf hún frá honutn, og gekk til
svefns en þó ekki — eftir því sem
söguftóðir menn segja — fyrr, en
hún hafði boðið honum góðar næt-
ur, með kossi.
Einar fór nú líka að sofa og
sagðist hafa sofið vel, þar til kominn
var albjartur dagur. Klæddi hann
s'§' c’g' gekk út að líta til veðurs.
Tók hann eftir því að bærinn stóð í
stórum og fögrum dal, og að háir
hálsar eða lág fjöll voru alt um
kring. Enginn maður var úti, svo
hann hafði hið bezta næði, til að
skoða sig um. En þegar hann
hafði gert svo góða stund, sneri
hann aftur til bæjardyra, en í því
kemur Oddur út og býður honum
góðan daginn mjög vingjarnlega.
Tók Einar því á sama hátt. Ræddu
þeir nú utn landsins gagn og nauð-
synjar. Síðan bað Oddur hann að
koma inn með sér og sagðist nú
ætla að fylgja honum til föður síns,
sem hann sagði að væri veikur,
bæði í bakinu og undir síðunni, eft-
ir fallið á hestasteininn kvöldið áður.
Nú gengu þeir inn og allt til bað-
stofu. Var hún á gólfi, en sterkog
laglega bygð. Hús var í öðrum
enda hennar og hurð fyrir, þar
gengu þeir int,. Eitt rúmstæði var
undir hliðinni, en stafngluggi var á
herberginu og þar stóð undir lag-
legt borö. Milli borðsins og rúms-
ins var stóll og áhonum sat Helga;
en Sígríður sat á öðrttm stól við
fótagaflinn á rúminu. Karlinn
faðir þeirra lá í rúminu; var að