Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 39

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 39
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 37 ar. Systir mín heitir Helga, og er hún elzt; henni næstur er Oddur bróðir, en eg er yngst”. ,,Hvaö er faðir þinn gamall?” mælti Einar. „Sextugur”, segir Sigríður. ,,En þú?” ,,22 ára í dag, því nú er af- mælisdagur minn. En þetta dtigar ekki, eg má nú til að fara að halda heim, því annars verður farið að leita að mér”. ,,Býddu svolítið við”, þóttist Einar segja, því honum kom í hug, að eitthvað yrði hann að gleðja hana fyrir upplýsingarnar og heil- ræðin og svo fanst honum líka, að hann hefði enga konu séð, hvorki fyrr né síðar, sem tæki þessari fram að yfirlitum, fegurð og háttprýði, svo hannvar þegar orðinn ástfanginn í stúlku þessari. En hvað átti hann að gefa henni til minnis um sig, það var nú spursmáliö. Hann var nú staddur lengst inn á öræfum og langt frá heimili sínu, svo hér var úr vöndu að ráða. En alt í einu kom honum ráð í hug. Hann átti sem sé og bar á sér, lítiö en mjög snoturt sílundar úr í silfurkassa með gyltum borðum í kring og fallegri rós á bakinu og hann hugsaði: Eg vil gefa henni úrið, ef hún vill þiggja það. Svo dró hann úrið upp, og þóttist sýna henni það, og spyrja hvort hún vissi hvað þetta væri, en hún svaraði því játandi, og kinkaði kollinum um leið, mjög hæversklega ,,Jæja”, þóttist Einar segja, ,,hvern- ig lýst þér á grip þenna?” Hún mælti: ,,Vel”. ,,Gott og vel, þá vil eg gefa þér það í þreföldum til- gangi, fyrst sem afmælisgjöf annað fyrir upplýsingar þínar og heilræði og þriðja til minnis um, að þú hafir séð mig hér, og talað við mig í dag. Viltu vera svo góð, og þiggjaþað?” Þessu vildi Sigríður án efa svara játandi, en eitthvert haft var nú komið á tungu hennar svo hún mátti ekki msela, svo í stað þess hallaði höfði sínu upp aö brjósti hans og leit um leið til hans, með því augna- tilliti, sem elskendur eimr skilja og sagði Einar svo frá að þá hefði hann í fyrsta sinn á æfi sinni, fundið og orðið var við þá sælu sem kend er við Lofn; en að lýsa öllum tilfinn- ingum sínum á þessari stundu, væri sér ómögulegt. Stúlkan hafði gló- bjart hár, sem lá í löngum fléttum á herðar niður og glóði á það við birtu sólarinnar, sem Einari fanst nú skína með skærasta móti, og vera rétt í hádegisstað. Hún hafði blá augu, sem glitruðu eins og perlur, undir háu og svipfríðu enni. Rjóð var hún í kinnum, með dálitla spékoppa. Nefið var rétt, en hafið upp að framan, munnurinn nettur og fríður, með ,,rauðum rósa- vörum”, eins og skáldið sagði, hak- an var smá, en hálsinn beinn; nokk- uð þétt um herðar, en mittismjó, en tæplega í meðallagi á hæð. Bún- ingur hennar fanst Einari vera á þann hátt, að hún var í gráixm peysufötum, snyrtilegatilbúnum og féllu þau slétt og vel að líkamanum. Yfir sér hafði hún bláa kápu, eða skykkju, úr útlendum vefnaði og fór skykkjan henni mæta vel og að öllu leyti leit hún þarna út,að minsta kosti í Einars augum, eins og guð- dómleg gyðja, eða engill, sem kom- in væri af hæðurn ofan og ætti ekk- ert skylt við þessa jörðu. Þau hvíldu nú þarna hvort í annars örm- um, og ástin, sem nú brann í beggja hjörtum, var innsigluð með brennandi kossum, og hétu hvort öðru eiginorði, og því mundi Einar vel eftir, að hann gekk hag- anlega frá úrinu í barmi Sigríðar. En þá er hann hafði því lokið, vakn- aði hann og sá að þetta var draum- ur, en svíp stúlkunnar fannst hon- um hann sjá fara út um kofadyrnar, um leið og hann vaknaði. Settist hann nú upp og blés mæði- lega. Hann vissi varla hvað hann átti að hugsa eða segja. Honum fanst hann vera milli heims og helju. Það sló út um hann svo miklum svita, að hann varð eins og af sundi dreginn og fór hann því að bjástra við að þurka hann af sér; en í því bili vaknaði Bjarni og spurði, hver skrattinn gengi nú að, eða því hann svæfi ekki. Veitti Einar því enga eftirtekt. Hann hélt bara áfram að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.