Syrpa - 01.04.1919, Síða 5

Syrpa - 01.04.1919, Síða 5
SYRPA. FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT- AÐAR SÖGUR OG ÆFINTYR OG ANNAÐ TIL SKEMTUNAR OG FRÓÐLEIKS. ÚTGEFANDI: ÓLAFUR S. THORGEIRSSON. VII. Arj. 1919. 1. Hefti. Utan frá skerjum. Saga eftir Jóhannes Friólaug'sson frá Fjalli. I. Vonin var stærsti og .fallegasti vélabáturinn, sem haldiS var út til 'fiákiveiSa í Sandvík, og jafnvel þótt leitaÖ væri til nærliggjandi verstaða kring um Djúpfjörð. Báturinn var alveg nýr, hafði komið um haustið til Sandví'kur frá Noregi. Útbúnaður allur var hinn vandaðasti, bæði á bátnum og vélinni, og gátu gömlu sjó- mennirnir í Víkinni aldrei dáðst of mikið að honum, hvað hann færi vel í sjó og verðist vel ágjöfum, og duldist það ekki, að þeir rendu hálfgerðum öfundaraugum til báts- ins, þar sem hann lá fram á Vík- inni og haustsólin skein á hann ljósbláan, þar sem 'hann vaggaði svo rólega fyrir norðankulinu, Eigandi Vonarinnar var Þórólf- ur, sonur Björns ríka í Djúpadal. Hann hafði tvö undanfarin ár stundað fiskveiðar í Sandvík og verið háseti hjá Grími gamla Geirssyni, sem talinn var aflasæl- asti formaður þar um slóðir. Birni gamla í Djúpadal hafði elkki verið neitt vel við að láta Þórólf, eina barnið sem hann átti, vera að stunda sjó út í Sandvík, þegar nóg voru efnin og nóg til að starfa heima fyrir, og hann skildi ekkert í þessum ákafa í syni sín- um, hvað hann sótti það fast að fá að fara í verið fyrsta vorið; þó hafði hann gefið það eftir, að hann mætti vera þar yfir vorver- tíðina. Svo þegar Þórólfur hafði komið heim um vorið með ágæt-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.