Syrpa - 01.04.1919, Page 42

Syrpa - 01.04.1919, Page 42
38 S Y R P A í kastala sínum hjfi Doebling, skamt frá höfuðborg Austurríkis, Hann, eins og langafi bans, Georg þriðji, misti vitið þegar hann var gamall orðinti. Georg þriðji var ekki undir álög- um svissnesku bóndakonunnar, Se- nilis, sem á að hafa leitt ógæfuna yíir son hans og ætt hans, og frá Georg þriðja liafa hertogarnir geð- veikina, sem svo ofi hefir gert vart við sig í ætt þeirra. Um það, livers vegna hertoginn af Cumberland varð fyrir reiði kerlingar, er þessi saga sögð: Ernest hafði svissneskan herberg- isþjón, er hét Senilis. Dag einn fanst þjónninn, sem var í miklum metum hjá húsbónda sínum, dauður í einum ganginum í St. Jarnes höll- inni. Það kvisaðist, að hertoginn mundi hafa valdið dauða hans, en kviðdómurinn, sem rannsakaði mái- ið, gaf þann úrskurð, að þjónninn hefði dáið af völdum einhvers óþekts manns Sjálfur hélt hertoginn því fram, að þjónninn hefði framið sjálfsmorð; en það var almannaróm- ur, að honum mundi kunnugast um, hvernig á dauða hans stæði, Þessi orðrómur barst til eyrna móður þjónsins, sem Atti heima í einhverjum afdal í Alpafjöllunum. Kerling fór ein síns liðs alla leið til Lundúna og settist við kastalahlið- ið, þar sem hertoginn bjó, og beið þar unz hún náöi fundi hans, Þegar hún sá hann, féll hún á kné og þreif f frakkaiaf hans, svo að liann skyldi ekki komast burt; síðan þuldi hún verstu formælingar og særingar yfir honum og öllum afkomendum hans. Hvort sem hertoginn hefir verið sekur eða ekki, og hver áhrif sem forntælingar kerlingar kunna að hafa ha't á hann, trúir fjöldi fólks, bæði á Englandi og.í öðrnm lönd- um Norðurálfunnar þi i, að æði hinna núveiandi hertoga sé alleið- ingar þessara sorglegu atburða, er skeðu snemma á 19, öld, Ernest hertogi varð konungur í Ha nnover, sem var eitt af konungs- ríkjunum á Þýzkalandi, eftir dauða Vilhjálms bróður síns. Hann var aldrei ánægður með konungsríki sitt og þráði að komast til valda á Englandi. Hann gerði tilraun til að steypa bróðurdóttur sinni, Victo- ríu, átján ára gamalli, af veldiss tó.li- Börn hans urðu hvert öðru ógæfu- sarnara, Sonur hans, Georg, er varð konungur í Hanover, varð blindur, og var jafnan nefndur blindi konungurinn, Stjúpdóttir hans, Solms prinsessa. varð einn- ig blind, Georg konungur varð fyrir lleiri raunum. Árið 1866 var hann rænd- ur ríkinu, eignum sínum og heimili, Vilhjálmur fyrsti Þýzkalandskeisari, þá að eins konungur Prússlands, lagðl Hanóver undir sig og tók um leið fimtán miljónir dollara, sem voru eign Georgs sjálfs. Georg mótmælti þessu athæfi, sem von var, en varð að flýja úr landi, Ilann settist að í Vínarborg, og það sem eftir var æfinnar hótaði hann Vils hjálmi öllu illu og formælti honum, en alt árangurslaust, Einn af frændum Georgs kon- ungs féll í einvígi við Alfred Wedel greifa, er var við hirð Austurríkis- keisara, og var það trú manna, að bölbæuir svissnesku kerlingarinnar, hefðti einnig hrinið á honum.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.