Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 5
VARGUR 51 vissi ekkert hvað tíma leið, fann ekki til sultar, > og hafði gleymt öllu, sem gera þurfti heima. Hugurinn var allur við varginn. Loks komu nokkrar veiðibjöllur. Hjálmar miðaði. Skotið reið af. Dauð veiðibjalla féll til jarðar. — Hó, hún steinlá, hlakkaði í skot- manninum. Æðarfuglinn styggðist á ný og þaut fram á sjó. Hjálmar hljóp þangað, sem veiðibjall- an lá. —- Þú bjóst ekki við að Hjálmar gamii væri fram í hólma. Þú ætlaðir að fara á bak við karlsauðinn. En þér tókst það ekki í þetta sinn... Konan mín ætlaði líka að leyna mig því, að hún héldi sam- an við vinnumanninn. Hún dó af barns- förum. Svikin hefna sín. Skilurðu það. Svikin hefna sín... Eg vissi að hún var mér ótrú í fleiru. Hún gaf á báðar hend- ur út úr búinu, án þess að ráðfæra sig við mig. Hún eyddi öllu því, sem aðrir stálu ekki frá mér. — Það er ekki nóg að vera hvít og gljáandi á skrokkinn, ef sálin er bölvað óhræsi. Þið eruð andlegar systur. Ráðskonunni kippir í kynið. Hún er bæði svikul og undirförul og eins eru vinnukonurnar. Veiðibjöllur, veiðibjöllur og ekkert annað. Allt saman veiðibjöllur. Hjálmar traðkaði dauðan fuglinn und- ir fótum sér. — Þið skákið í því skjóli, að ég sé aumingi. Þið haldið að hægt sé að leyna mig öllu. Eg veit hvernig þið eruð inn við beinið. Eg hef fulla sjón, því að enn þá hafið þið ekki getað kroppað úr mér augun, þó að ykkur hafi tekizt að uppræta hjá mér alla miskunnsemi. Þið hafið alið upp í mér grimmdina og nú skuluð þið fá að kenna á henni... Hefði ég náð í þig lifandi, hefði ég tætt þig sundur, ögn fyrir ögn. Hjálmar hlóð byssuna á ný, lagðist niður og beið. En hann átti erfitt með að liggja kyrr. Það var komin einhver sjóð- andi ólga í blóð hans. Hann fann þungan og tíðan æðaslátt í höfðinu og var allur í einu svitabaði. Hann kastaði af sér hattinum, fór úr peysunni, svipti af sér vestinu. Loks kom skarfur fljúgandi úr norður- átt. Hjálmar lét ekkert á sér bæra. Skot — og skarfurinn féll. Hjálmar þaut þangað, sem hann lá og sá, að hann var með lífsmarki. Hann fleygði frá sér byssunni, tók í báða vængi skarfsins og hélt honum fyrir framan sig. Skarfurinn gargaði en Hjálmar hvæsti og líkti honum við kaup- manninn, prestinn og sýslumanninn. — Þið eruð allir' bölvaðir skarfar. Þið smánið mig og leggist á mig af því að þið vitið að ég er orðinn snauður og vina- laus. Kaupmaðurinn selur mér vöru sína helmingi hærra verði en hún kostar. Hann hefur stolið af mér mörgum þús- undum króna. Presturinn ríður fram hjá heimili rnínu án þess að gera vart við sig. Bak við tjöldin reynir hann að rægja mig, bæði við guð og menn. Sýslumað- urinn er hættur að gista hjá mér, þegar hann er í þingaferðum. Honum þykir ketið mitt líklega ekki nógu feitt í kjapt- inn á sér og brennivínið ekki nógu mikið. Hann gerði sér það þó að góðu einn sinni... Þið haldið að Hjálmar gamli sé tilfinn- ingalaus. Þið haldið að þið hafið fullan rétt á því að koma fram við mig eins og óþokkar. Þið vissuð að Hjálmar gamli var góðmenni, en svo má hvetja deigt járn, að bíti. Eg læt ekki traðka á mér lengur. Þið haldið að ég nái ekki til ykkar, af því að ég er lægra settur. Bíð- iði við... Höglin í byssunni minni draga længt —. Hjálmar rykkti í vængi skarfsins, fast- i

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.