Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 7
VARGUR
53
og hátíðlegan svip... Þið eruð eins og
annað, falskir og svikulir. Sjáiði hafið:
Það er slétt og gljáandi í dag. En oftar
en einu sinni hefur það brotið fyrir mér
báta og flætt yfir varpið og eyðilagt fyr-
ir mér fleiri hundruð króna virði. Lítiði
á sólina: Það vantar ekki að hún hefur
glennt sig í dag, en þó hefur túnið mitt
oft kalið og brugðizt. Engið líka. Garð-
arnir líka. Allt hefur brugðizt mér og
svikið mig. Vinnufólkið óskaði eftir
regni ofan í hálfþurra töðuna. Og regn-
ið kom. Sauðamaðurinn óskaði eftir stór-
hríð, svo að fé mitt fennti. Og hríðin
kom. Sveitungar mínir öfunduðu mig af
varpinu og óskuðu þess að vargurinn
eyðilegði það. Vargurinn kom... Guð
hefur alltaf bænheyrt þá, sem óskuðu
mér ills.
Hjálmar gamli var farinn að gráta,
en steytti blóðuga hnefana. Röddin hálf-
kafnaði í hálsi hans, ofsinn og gráturinn
báru hana ofurliði, svo hún líktist sáru
kveini.
-— Börnin mín eru öll horfin út í veður
og vind — öll týnd... Árum saman hef
ég stritað eins og þræll, sparað við mig
hvern eyri, en þó eru efni mín þrotin.
Skuldir mínar vaxa með hverjum degi.
Jörðin er marg veðsett. Nafn mitt og
heimili er rægt og svívirt. Eg hef verið
rændur öllu mannorði, öllum friði, allri
gleði, öllu, öllu — nema lífinu. Guð og
menn hafa lagzt á móti mér. Fuglar
loftsins hafa gengið í lið með þeim.
Loft, jörð, vatn, eldur. Allar höfuðskepn-
urnar. Hver dagur og nótt. Allt hefur
ofsótt mig. Öll tilveran er vargur.
Rödd Hjálmars gamla var orðin að
hásu öskri.
— Eg hef barizt við varginn allt mitt
líf. Og því hef ég heitið, að láta ekki
undan, fyrr en í fulla hnefana. Eg ætla
að berjast fram í rauðan dauðann.
Standa einn og verja mig...
Hann hljóp til byssunnar, sem lá
skammt frá honum. Hann tók hana upp,
kom aftur til piltanna og miðaði á þá
til skiftis.
-— Eg á ekkert eftir nema lífið, og það
ætla ég að verja. Eg veit, að þið viljið
mig feigan, eins og allir aðrir... Hvers-
vegna komið þið báðir? Þorði hvorugur
ykkar einn á móti karlsauðnum. Þið ætl-
ið að níðast á mér tveir. Komiði þá!
Komiði ef þið þorið...
— Við ætlum ekkert mein að gera þér,
Hjálmar minn. Ráðskonan bað okkur að
vita hvað þér liði. Hún hélt að það heí'ði
kannske eitthvað orðið að þér, fyrst þú
varst svona lengi.
— Ráðskonan... He, he! Veiðibjallan
sendir hrafnana, þegar hún þorir ekki
sjálf. Eg lengi — ? Hef eg ekki fullt
leyfi til að vera eins lengi og mér sýn-
ist. Er ég ekki minn eiginn húsbóndi...?
Gargið þið, veiðibjöllur. Krunkið þið,
hrafnar. He, nú drep ég ykkur.
Hjálmar ætlaði að skjóta, en byssan
var skotlaus.
Hann kastaði byssunni frá sér og réð-
ist að öðrum piltinum. Hinn ko'm félaga
sínum til hjálpar. Það urðu harðar svift-
ingar, því þó að Hjálmar væri úttaug-
aður af erfiði, gigtveikur og visinn, áttu
þeir fullt í fangi með hann. Hann var
óður og froðufelldi af reiði og grimmd.
Loks komu þeir honum undir. Annar
tók snæri upp úr vasa sínum og með því
bundu þeir hendur húsbónda síns á bak
aftur. Þá bundu þeir fætur hans. Svo
báru þeir hann fram í bát og reru heim.
Hjálmar gamli barðist um á hæl og
hnakka og röddin kafnaði í kverkum
hans.
III.
Hjálmar náði sér aldrei eftir þetta.
Næsta vor tók systursonur hans við jörð-
inni og ól önn fyrir gamla manninnura,