Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 27
OG HANN SVEIF YFIR SÆ...
73
undan bringunni á móður sinni og skauzt
á milli fótanna á Jens frá Syðra-Skarði.
Og um leið rykkti urtan sér til og réð
á Jens. Jens var í þessum svifum í við-
ureign við annað dýr, og varð hann því
ekki. var við þá hættu, sem yfir honum
vofði. Hann datt kylliflatur, þegar kóp-
urinn þrengdi sér á milli fóta honum, og
nú var urtan að því komin að höggva i
h'ann tönnunum. Jóhann Troms sá, hvað
verða vildi og rak spjót sitt í bringuna
á skepnunni. Hné hún út af, og varð
Jens undir henni. Jóhann vatt sér við
og hélt áfram drápinu. Þarna var haus
við haus, tönn við tönn, og allar voru
þær höggreiddar gegn óvinunum, sem að
sóttu.
Jens varð að taka á öllu afli til þess
að geta skriðið undan urtuskrokknum, en
ekki var samt mikið hik á honum, þegar
hann komst á fætur. Hann sá þá, að
eitt af dýrunum var að því komið að
höggva tönnunum í þann af félögum
hans, sem sótt hafði fram hægra megin
við hann. Rostungurinn öskraði ógurlega,
en Jens lagði hann að velli áður en slvs
yrði-
Ekki voru liðnar nema 15 mínútur frá
því að bardaginn hófst og þangað til
flokkarnir mættust. Höfðu þeir þá drep-
ið hvern einasta rostung í neðstu röðinni.
Dýrin í aftari röðunum voru hamstola
af vonzku og skelfingu. Þau öskruðu og
ýlfruðu og reyndu að skríða yfir dauða
skrokkana, og þau hjuggu tönnunum ým-
ist í þá eða hina, sem dauðir voru.
Þarna hentust veiðimennirnir fram
og aftur og hjuggu og stungu í sífellu,
stundum í ýtrustu sjálfsvörn, stundum
til að bjarga einhverjum félaga sinna
frá bráðum bana. Og undir fótum þeirra
rann blóðið í stríðum straumum og gróf
sér farvegi í mjúkan sandinn.
Um sólaruppkomu voru skipverjar
búnir að drepa 186 rostunga, og spikið
og húðirnar af öllum þessum dýrum var
meiri þungi en skipin báru til viðbótar
við það, sem þegar var í þau komið. All-
ar skipshafnirnar voru ráðnar upp á
hlut af afla, og þarf ekki að taka það
fram, að allir unnu af fjöri og kappi við
að flá dýrin. Það var orðið afar sjald-
gæft að hitta fyrir hóp af rostungum
uppi í fjöru, því á seinni árum hafði
rostungurinn lagzt þarna frá landi og
leitað á þær stöðvar, þar sem ekki varð
að honum komizt fyrir ís. Mátti því með
sanni segja, að gæfan hefði reynzt þess-
um skipshöfnum óvenju gjafmild í þetta
sinn.
Bæði skipin voru hlaðin svo, að ekki
var nema 3—4 þumlunga bil frá þilfars-
brun og niður að sjávarfletinum, en samt
urðu skipverjar að skilja eftir á eynni 28
rostungshúðir.
Vindur var hagstæður, og var nú létt
akkerum og siglt heim á leið.
Allt virtist nú leika í lyndi — og -Jens
frá Syðra-Skarði fannst lífið brosa við
sér á nýjan leik.
Með honum og Jóhanni frá Troms
hafði tekizt hin einlægasta vinátta. Báð-
ir höfðu þeir lent í þeim raunum að
verða að dvelja vetrarlangt norður á
Spitzbergen án þess að hafa nauðsyn-
legar vistir og aðbúnað.
Nú sátu þeir saman og spjölluðu í ró
og næði. Einn af skipsmönnunum hafði
fundið munnhörpu í dóti sínu, og sat nú
frammi í stafni og lék á hörpuna Jjúf
og viðkunnanleg lög, hýr og glaður yfir
góðri veiði. Kringum hann lágu nokkrir
af hásetunum, og hlýddu þeir með hátíð-
legum ánægjusvip á lögin. Yfir Öllu var
unaðslegur friður, og allir voru í góðu
og rólegu skapi.
En allt í einu kallaði sá, sem stóð í
siglutunnunni:
— ís fyrir stafni!
10