Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 42
88
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
um á því tímabili, sem hann starfáði;
var það langt skeið, og hreppstjóri var
hann næstum því í 40 ár. Hann var á-
gætum gáfum gæddur og afar fjölhæíur,
fræðimaður mikill og lagamaður góður;
en auk þess var hann áhugasamur og
lagvirkur til allrar vinnu, duglegur
hreppstjóri og lét sér mjög annt um hag
almennings; studdi hann margan mann
með viturlegum ráðum. Á yngri árum
þótti hann nokkuð einráður og ráðríkur,
en hann breyttist með tíðarandanum og
á síðari árum sínum var hann orðinn
mildur og sanngjarn.
Björn Kristjánsson bjó á Illugastöðum
í sex ár. Kona hans var heilsuveik öll
þessi ár, svo að Björn fór að langa til
að hætta búskap og selja jörðina. Eitt
sinn, er hann var staddur á Akureyri,
átti hann tal við ungan bónda, Jón Jó-
hannesson frá Hleiðargarði. Gerði Björn
Jóni það tilboö, að selja honum jörðina
til eignar og ábúðar á næstu fardögum.
Vildi Jón feginn fá jörðina byggða, en
ekki treysti hann sér til að kaupa hana,
því að hann var þá fremur fátækur.
Gekk Björn að því að byggja Jóni með
þvi skilyrði, að hann tæki Álfheiði konu
hans með hundrað ríkisdala meðlagi, en
Illugastaði með Kotungsstöðum seldi
hann Andrési bónda Arngrímssyni á
Kambsstööum. Sömuleiðis seldi hann bú
sitt og flutti vestur að Geitaskarði í
Húnavatnssýslu til Kristjáns bróður
síns, sem þá var sýslumaður þar. Tók
Kristján til fósturs yngsta son Bjarnar,
Tómas að nafni; hann varð síðar prestur
að Barði í Fljótum (1877—1902). Öðr-
um börnum sínum kom Björn í góða
staði; voru þau öll mannvænleg. Eitt
þeirra var Jón, sem um tíma bjó á Héð-
inshöfða; kona hans var Margrét
Bjarnadóttir frá Fellsseli. Björn Krist-
jánsson varð síðar umboðsmaður á
Höfðabi’ekku í Mýrdal og þar mun hann
hafa dáið nokkru eftir 1850.
Jón Jóhannesson bjó á Illugastöðum
til dauðadags; hann var vel greindur
maður og búhöldur góður. Fyrri kona
hans hét Salóme; hún var eyfirzk aó ætt,
systir ólafs bónda í Hleiðargarði. Þeim
hjónum búnaðist vel á Ulugastöðum,
græddu fé og keyptu jarðir: hálfan Espi-
hló og Jökul í Eyjafirði og Grjótárgerði
í Fnjóskadal; allt þetta var aflafé þeirra.
Þau áttu tvær dætur, Guðrúnu, sem gift-
ist skáldinu Jóni Mýrdal, og Elínu, sem
giftist Jóhanni Bergvinssyni á Gauts-
stöðum. — Jón kvæntist öðru sinni, þeg-
ar hann var orðinn sjötugur að aldri,
en kona hans, Sigrún Bergvinsdóttir var
þá rúmlega tvítug. Þá kvað Sigluvíkur-
Jónas vísu þessa:
Hér má sjá ólíkan leik
lífs að skapadómi,
þegar feyskin fellur eik
í faðm á ungu blómi.