Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 24
70
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
flaut við skör, þá stökk skipstjóri niður
á ísinn.
Karl og menn hans höfðu rekizt á þá
Harðjaxl, Júlíus og Jens frá Syðra-
Skarði. Svo var dregið af þeim Harðjaxl
og Júlíusi, að skipsmennirnir urðu íið
rétta þá með varygð út á skipið, en Jens
var það betur farinn, að hann gat sjálf-
ur klifið yfir öldustokkinn.
XVIII.
Þrem vikum seinna sigldi »Berentína«
hraðbyri inn á Brénnivínsflóa. Skipstióri
hafði gert sér beztu vonir um veiði, en
þær vonir höfðu að mestu brugðizt. En
á þessum þrem vikum voru skipbrots-
mennirnir orðnir óþekkjanlegir menn.
Þeir höfðu þarna komizt undir hendurn-
ar á manni, sem vissi, hvers svona vesal-
ingar þörfnuðust. Síðan þeir komu á
skipsfjöl hafði þess verið gætt, að láta
þá fá fjölbreytta og holla fæðu, og smátt
og smátt höfðu þeir hresstst og holdgazt.
Þannig stóð á ferðinni inn í Brenni-
vínsflóa, að Jóhann Troms vildi flytja
heim til Noregs veiði þeirra »Framtíð-
ar«-manna og eins grávöruna, sem Harð-
jaxl átti. Jóhann þekkti það af eigin
reynd, að það var allt annað en þægileg
aðstaða að koma heim úr íshafinu sem
slyppur og snauður skipbrotsmaður.
Fram að þessu hafði »Berentína«
fengið litla veiði. Þó að Jóhann Troms
gæti hæglega skilið, að Harðjaxl og þá
»Framtíðarmenn« fýsti að komast sem
fyrst heim eftir hina löngu dvöl sína
þarna norður frá, þá sá hann sér ekki
annað fært en að doka við. Nú gat verið
von um, að ísinn ræki það langt norður,
að leiðin opnaðist norður fyrir Norður-
höfða og Eyjarnar sjö, en þegar þang-
að var komið, voru líkindi til að komast
oustur á þær stöðvar, sem voru frægar
fyrir, hve mikið hafði verið þar um
rostung. Þar hafði oft verið dýr við dýr
á stóru svæði á ströndinni, og gengu
veiðimennirnir svo frá einu dýrinu til
annars og stungu þau með löngum spjót-
um.
Nú var sunnan hvassviðri, og var auö-
séð, að ef það héldist nokkra daga, þá
mundi ísinn reka frá landi. Jóhann á-
kvað að halda kyrru fyrir í Brennivíns-
flóa meðan ekki lægði, og bar hann nú
fyrirætlanir sínar undir þá Karl frá
Straumi og Jens frá Syðra-Skarði. Töldu
þeir báðir von um góða rostungsveiði,
ef leiðin opnaðist norður fyrir Noi'ður-
höfða.
Þegar hvassviðrið hafði haldizt nokkra.
daga, kom selveiðaskútan »Hortensía«
frá Hammerfest inn á flóann. Lagðist
hún fyrir akkerum skammt frá »Beren-
tínu«.
Skipstjórinn á »Hortensíu«, Jóhannes
Nílsen, lét þegar flytja sig yfir á Beren-
tínu«, og urðu þeir skipstjórarnir ásátt-
ir um að reyna báðir að komast austur í
Rostungavíkur. Þegar svo storminn.
lægði, léttu þeir akkerum og sigldu norð-
ur að Norðurhöfða.
ísinn hafði rekið til hafs — og leiðin
var greið austur eftir. Jens frá Syðra-
Skarði var nú alveg búinn að ná sér, og
sat hann með sjónauka uppi í siglutunn-
unni á »Berentínu«. Úti við sjóndeildar-
hringinn gat hann rétt aðeins eygt ís-
inn.
Nú var bezta og blíðasta veður, en þar
eð nú var íslaust, sást ekki nokkur selur.
Sólarhring eftir sólarhring var siglt
austur eftir, og nótt og dag var sólskm.
og hlýr og hægur vindur.
Svona dagar eru sælustundir íshafs-
faranna. öll vandræði og allar þrautir
gleymast. Jafnvel Jens frá Syðra-Skarði
fannst lífið ljúft og bjart. Allt var nú
svo friðsælt og fagurt, að jafnvel ógn-