Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 8
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR það sem eftir var æfi hans. Við og við fékk hann æðisköst, einkum þegar vor- aði og vargurinn var í nánd. Þá var gamli varpbóndinn lokaður einn inni í skemmu. Þar steytti hann hnefana, barð- ist við varginn og jós úr sér formæl- ingum, unz þreytan og svefninn yfirbug- uðu hann. Hann varð hrumari með hverjum degi. f útliti svipaði honum allt- af meira og meira til krosstrjánna fram í hólmanum -— en þau eru þakin gömlum og sundurtánum fataleppum og skjálfa í storminum. Þegar sýringarnir blómgast. Jakob Ó. PéturSSOn þýddi lauslega. Það er fjórða ár heimsstyrjaldarinnar — 1918. Það líður að lokaþætti hins mikla harmleiks. Jötnarnir búa sig und- ir síðustu átökin um endanlegan sigur eða endanlegan ósigur. Eftir blóði drifn- um vegum, gegnum sundurskotin þorp berast hersveitirnar og sameinast til úr- slitaáhlaupsins. Það er í maímánuði. Það eru dagar sýringanna. Áfeng blómaangan fyllir vormilt loftið. Langt bak við brezku víglínurnar stendur þorpið Noilly-les-Bources, eitt þessara litlu, frönsku sveitaþorpa með vatnsmylnu, fallegri, æfagamalli gotn- eskri kirkju og litlum stráþakshúsum, umkfingdum trjágörðum, þar sem áld- intrén dreifa hvítum blómum yfir grind- ur og veggi og senda deyfandi ilm ut í víðáttuna. Sjö flugmenn eru til húsa hjá frú Berthelot, — sjö ungir menn, sem leika með líf sitt á daginn, en gefa dauðanum og djöflinum langt nef á ltvöldin að loknu blóðugu dagsverki. Sjö ungir menn, sem hafa að foringja reyndan hermann, 21 árs að aldri. Hver í sínu lagi geta þeir raupað að minnsta kosti af tuttugu sigrum í taugaæsandi einvíg- um við flugmenn óvinanna. Mörg hundr- uð sinnum hafa þessir kornungu drengir, sem eru nýflognir út úr húsum foreldr- anna, horfst í augu við dauðann, en jafnoft komizt u'ndan fyrir eitthvert kraftaverk. Hamingjan hefur enn þá fylgt þeim. Þeir sveima þarna uppi í vorbláu loftinu, svo sigurvissir, eins ug dauði og tortíming gæti aldrei nálgast þá. Og tvö skær ungmeyjaraugu, sem koma í ljós bak við Iitlu, blýgreyptu gluggarúðurnar hjá frú Berthelot, fylgja þeim eftir. Það er Jeannine, dóttir frú Berthelot, dökkeyg og glettin, bezti vin- ur þessara sjö flugmanna, litla matselj- an þeirra, eins og þeir kalla hana stund- um. Það er hún, sem býr borðið út til miðdegisverðar, ski'eytir hvit^ dúkinn með blómum, þegar þeir koma heim í gististað sinn, uppgefnir og soltnir sem úlfar, að loknu dagsverki uppi í enda- lausri víðáttunni; — það er hún, sem miklast af sigrum þeirra, gerir við skyrt- ur þeirra, dreifir áhyggjum þeirra móður-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.