Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 37
FNJÓSKDÆLA SAGA
83
að hann hefði hirt ullarlagðinn, þótt
hann væri ekki stærri en í þrjár prjóna-
lykkjur. Ýmsar sögur gengu um gróða-
brögð hans. Mörgum lánaði hann pan-
inga, jafnvel bláfátækum mönnum; lán-
aði hann sjaldan minna en tiu spesíur
(40 krónur) og setti upp lambsfóður í
rentuna, og umlíðunarsamur var hann,
ef rentan var greidd. Vægur var hann
landsetum sínum og gerði sig oft á-
nægðan með lélegar landskuldarkindur.
— Þegar einhver kom í þeim erindum
að fá lán hjá Jóni, tók hann ætíð kurt-
eislega og alúðlega erindinu og sagði
sem svo: »ójá, blessaður, ef þú tekur af
mér lamb í rentuna«. Tók hann svo lítinn
pappírsmiða, ritaði á hann viðurkenn-
ingu fyrir skuldinni, lét undirrita hana,
en hirti ekki um að hafa votta. Þessar
viðurkenningar þræddi hann upp á
spotta og hengdi þær upp á stofuþil.
Jón Gunnlaugssyni lék hugur á að kaupa
Sörlastaði, sem var eign Múnkaþverár-
klausturs. Fékkst jörðin ekki keypt, en
kostur var honum gerður á að fá hana í
skiftum og lét hann þá Ytri-Bakka fyrir
Sörlastaði. Fóru þessi skifti fram án
þess að ábúandinn á Sörlastöðum vissi.
Þar bjó þá Kristján Guðlaugsson og
þótti honum réttur brotinn á sér; hefði
hann viljað fá jörðina keypta, ef þess
hefði verið kostur, og eftir gamalli
landsvenju hefði hann átt að sitja íyrir
um kaupin, þar sem hann var löglegur
ábúandi, en faðir hans og afi búið þar
áður. Varð nú sundurþykkja með þeim
Jóni og Kristjáni; vildi Jón koma Krist-
jáni burtu og setjast sjálfur að á Söria-
stöðum. Gekk í þessu þófi á milli þeirra
mikinn hluta vetrar, en þá gengu í mál-
ið nokkrir menn, sem miklu réðu í sveit-
inni, og vildu koma á samkomulagi á
milli þeirra. Gekk það erfiðlega, því að
báðir voru þybbnir, en fyrir milligöngu
séra Þorsteins á Hálsi og Bjarna Jóns-
sonar á Vöglum komst loksins á sætt í
málinu. Gaf Kristján kost á því að
standa upp frá Sörlastöðum með því
móti, aö Jón seldi sér Böðvarsnes. Jón
gekk að þessu og var gert kaupbréf um
það; var í því ekkert minnzt á kúgildi,
, en Kristján gekk út frá því sem sjálf-
sögðu, að jörðinni fylgdu tólf ær, eins
og alla tíð hafði verið. Um vorið rak
Jón fé sitt fram að Sörlastöðum og sett-
ist þar að, en Kristján flutti að Böðvars-
nesi. Sendi hann skömmu síðar vinnu-
mann sinn og lítinn dreng til þess að
reka ær sínar út eftir. Voru þær rekn-
ar frá stekk sem er sunnan við Söria-
staði, út með Bakkaánni fyrir neoan
bæinn. En þegar Jón Gunnlaugsson sá
að ærnar voru reknar burtu, fór hann
að heiman með tvo vinnumenn sína, tók
tólf ær úr ærhóp Kristjáns og hélt eftir.
Vinnumaður Kristjáns mótmælti þessum
aðförum, þvi að húsbóndi hans hafði
ætlazt til að hann kæmi með allan hóp-
inn, en hann gat ekkert að gert og varð
að láta svo búið standa; fór hann svo með
hinar ærnar að Böðvarsnesi. Kristján
stefndi nú Jóni fyrir sáttanefndogmættu
þeir báðiráHálsi; sáttamennáþeim fundi
voru séra Þorsteinn og Bjarni á Vögluni.
Lögðu þeir f'ast að Jóni að láta ærnar
lausar viö Kristján, en hann var ófáan-
legur til þess; kvaðst hann hafa selt
Böðvarsnes kúgildalaust og sýndi þeim
kaupbréfið, en réttar heimildir þottist
hann hafa á kúgildum á Sörlastöðum.
Komst á engin sætt á fundinum og skildu
ósáttir. Seinna um sumarið reyndu þeir
prestur og Bjarni að koma á sætturn á
milli þeirra, en ekkert vannst á og horfði
til málaferla. Um haustið var enn stefnu-
mót á milli þeirra á Hálsi. Þann sama
morgun, sem Jón Gunnlaugsson ætlaði á
fundinn, tók Þórey húsfreyja mann sinn
tali og bað hann að gera það fyrir sín:
orð að slaka til við Kristján. Eftir það