Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 50
96
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
við sjálfa sig: »ó, það getur aldrei orð-
ið«. Síðan fer hún inn í bæinn og heyrir
þá að gesturinn er í skála hjá bónda. En
þegar hún kemur inn í búrið, biður hús-
móðirin hana að bera á borð fyrir gest-
inn, því að stúlkurnar séu ekki kornnar
heim af engjunum. Fréttir Guðrún þá
að gesturinn er sýslumannsefnið nýja,
sem átti að taka við sýslunni þá um
haustið. Hann hét Jón og var nýlega út-
skrifaður af háskólanum. Hún færðist
undan því að bera á borð fyrir slíkan
mann; ber það fyrir að hún sé svo illa
til fara. Húsmóðirin segir henni að hafa
þá fataskifti; en hún átti engin betri föt,
svo að hún verður að koma til dyranna
eins og hún er klædd. Síðan ber hún á
borð fyrir bónda og gest hans í skálan-
um. Þegar hún er farin út áftur, spyr
gesturinn bónda, hver þessi fríða stúlka
sé, sem borið hafi á borð fyrir þá, eða
hvort það sé dóttir hans. Bóndi kveöur
nei við því, en segir honum hið sanna.
Tala þeir nokkru meira um þetta, en svo
kemur Guðrún aftur til að bera af borð-
inu og slíta þeir þá talinu. Eftir það býst
Jón af stað. Þegar hann kemur út, sér
hann að hesturinn er í varpanum, en
svipan liggur’ á hlaðinu; ræðir hann eigj
um það, því að hann hafði séð, þegar
Guðrún fleygði frá sér svipunni^
Jón sýslumannsefni setzt nú að á
prestssetrinu þar í sókninni. Skömmu
eftir að hann er kominn þangað, kemur
prestskonan á heimili þeirra hjóna,
fósturforeldra Guðrúnar, og biður þau
að lána sér kvenmann til næsta vinnu-
hjúaskildaga, því að hún megi til að
bæta við sig einni stúlku vegna sýslu-
mannsins. Húsmóðirin segir, að ekki sé
um aðra stúlku að gera hjá þeim en hana
Gunnu litlu, en ef hún vilji gera það, þá
skuli hún gefa sitt samþykki. Verður
það úr, að Guðrún fer með prestskon-
unni. Gekkst Guðrún fyrir því, að prests-
konan hafði lofað henni, að segja henni
til við hannyrðir og fleira, er hún vildi
nema, í tómstundum hennar um vetur-
inn. — Henni var fenginn sá starfi á
prestssetrinu að þjóna Jóni sýslumanns-
efni, sem svo var kallaður. En hún forð-
aöist hann svo sem hún mátti og reyndi
að sjá um að fundum þeirra bæri ekki
saman svo að aðrir væri ekki viðstaddir.
Hún sá að hann veitti henni eftirtekt og
brá oft fyrir glettnissvip á andliti harts,
er hann horfði á hana.
Rúm Jóns var frammi í stofu, en þar
var hann sjaldan á daginn; þess vegna
kom hún því jafnan svo fyrir, að hún
gat búið upp rúrnið, þegar hann var ekki
í stofunni. Einu sinni bar svo við, að
hún gleymdi að búa upp rúm hans og
mundi ekki eftir því fyrr en hann ætlaði
fram um kvöldið. Þá herðir hún hugann
og gengur fram í stofuna á eftir honum,
fer að búa upp rúmið, en Jón situr á
meðan á stól sínurn, og kastar gaman-
yrðum til hennar, því að hann var mesti
æringi. Guðrún lætur sem hún heyri það
ekki og flýtir sér að ljúka verki sínu.
Þegar hún er búin og ætlar að ganga út
úr stofunni, tekur Jón hana og setur á
kné sér og segir: »Eg þarf þó að minnsta
kosti einhverntíma að endurgjalda þér
það, að þú fleygðir svipunni minni í sorp-
ið í sumar. Svo kyssir hann hana á kinn-
ina, en hún slítur sig af honum og segir
um leið og hún fer út: »Það er þá líklega
fullgoldið«. Eftir þetta forðaðist hún
hann enn meir, og gætir þess vel, að
fundum þeirra beri ekki saman.
(Framh.).