Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 49
MUNAÐARLAUSA STÚLKAN 95 henni sú hroða sjón, að bærinn er horf- inn, en grjót og leirskriður, þar sem hann átti að vera. Sá hún að skriða hafði fallið úr fjallinu yfir bæinn og fært hann í kaf eða tekið með sér, og þóttist vita .að allir hefðu þar farizt, sem heima voru. Hún varð þá óttalega hrædd og ætlaði að yfirbugast af harmi. En allt í einu mundi hún eftir því, sem galma konan hafði sagt henni í draumnum um nóttina, og réði hún þá af að leita bæja svo fljött sem auðið væri, því að hún var orðin hungruð og hafði engan matarbita. Svo lagði hún af stað og hélt í austur- átt, en fjárhundur hennar ætlaði ekki að fást til að fylgja henni. Hann hljóp upp í skriðuna, þar sem bærinn hafði staðið og reif þar og krafsaði í sífellu niður í urðina. Loks gat hún þó fengið hann til þess að fara með sér. Hún hraðar sér nú sem mest hún má, og gáir þess vel að halda stefnunni eins og draumakonan sagði henni. Þegar langt er liðið á dag, sér hún loks fram undan sér reisulegan hæ, fer þangað og ber að dyrum. Stúlka kemur til dyranna og spyr hana að heiti, en Guðrún litla segir til þess og hvað fyrir sig hafi komið. Þá fer stúlkan inn, en út kemur aftur öldruð kona og maður með henni. Þau taka henni vel og spyrja 'hana um hagi hennar, og bjóða henni síðan að vera þar, því að þau kenndu í brjósti um hana. Var nú safnað mönnum til þess að leita í skriðunni og grafa upp bæinn, og vita hvort líkin fyndíst. Fundust loks öll líkin, því að enginh hafði komizt lífs af, sem á bænum var. Kom það þá í ljós, að skriðan hafði fall- ið um nóttina, er allir voru í rúmum shr- um. Þegar líkin voru fundin, voru þau flutt til kirkju og þeim veitt sæmileg greftrun. En allur lifandi peningur, sem bóndinn hafði átt, og það, sem féraætt hafði fundist í rústunum, var selt við opinbert uppboð; gekk það fé allt til þess að greiða greftrunarkostnaðinn, svo að Guðrún litla fékk engan arfinn. Gunna litla var nú orðin tólf ára og fær um að vinna fyrir sér, enda hafði hún aldrei legið í traföskjum. Var það af ráðið að hún settist hjá þeim hjón- um, sem hún hafði fyrst komið til. Þau voru vel efnuð, en höfðu fáa til vinnu,1 svo að hún fékk þegar nóg að starfa. En En lítið batnaði um matarvistina, þótt af nógu væri að taka, því að húsmóðirin var naum og eyddi ekki efnunum fram yfir brýnustu þarfir. Guðrún gat þó vel þolað það og möglaði aldrei, því að hún hafði ekki vanizt öðru betra. Hún hafði þann starfa á sumrum að sitja yfir án- um, og fórst það vel úr hendi. Var hun þarna í sömu sveitinni ár eftir ár, og kom sér vel við alla, bæði húsbændur og hjú. Það var þá eigi siður að kvenfólk fengi menntun, og lítið var Guðrúnu litlu kennt þar á heimilinu, en af því að hún var bæði gáfuð og námfús, þá lærði hún af sjálfri sér fleira en almennt gerðist um stúlkur; hún notaði sér líka vel hjá- setuthnann á sumrin til þess að lesa þær bækur sem hún gat náð í, en ekki þorði hún að láta neinn vita um það. Leið svo iram, þar til hún var 18 ára. Þá var það eitt sinn um sumarið, er Guðrún kom heim með ærnar, og gekk heim að stöðli til þess að sækja skjólur til mjalta, að hún sá að ókunnur hestur stóð í hlaðinu, bundinn við hestastein með svipuólinni. Svipuskaftið var allt úr skíru silfri, og af því að Guðrún var ekki vön að sjá slíka gripi, leysti hún ólina og fór að skoða • svipuna, en sleppti hestinum í hlaðvarpann. Sá hún þá að rúnastafir voru grafnir á húninn af mikilli list. Gat hún lesið þar nafn sitt fullum stöf- um. Þá ryfjast upp fyrir henni draum- urinn, sem hana dreymdi um hóttina,, þegar bærinn fórst í skriðunni; fleygir hún svipunni um leið á hlaðið og segir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.