Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 6
52
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ara, fastara. Loks gat hann með herkju-
brögðum slitið af honum annan vængimi.
— Fljúgðu nú.
Hann einhenti honum frá sér og hló
grimmdarlega. Um stund horfði hann á
fuglinn berjast um. Svo tók hann hann,
sneri hann úr hálsliðnum og kastaði hon-
um frá sér með megnustu fyrirlitningu.
Hjálmar svall af vígamóði. Það voru
einhver óviðráðanleg umbrot í huga hans,
umbrot lítilmagnans og einstæðingsins,
sem magnaður örvæntingaræði, gerir
uppreist gegn illum örlögum og berst
gegn ofurefli...
Æðarfuglinn synti fyrir utan hólmann
og þorði ekki að vitja hreiðra sinna.
Hjálmari fannst hann hafa svikið sig,
eins og allir aðrir, og skaut í miðjan hóp-
inn, þar sem hann var þéttastur.
Skot í skot.
Allur fugl var floginn burt, skotfærin
þrotin og Hjálmar æddi fram og aftur
um hólmann.
— Æðarfuglinn er alveg eins og al-
múginn. Hann misskilur þá, sem vilja
frelsa hann úr vargaklóm. Hann launar
gott með illu og svíkur þann fyrst, sem
er honurn tryggastur. Æðarfuglinn er
skríll... Eg vil ekki skítnýta. dúninn af
skrokkunum á honum. Eg vil uppræta
þennan vanþakkláta, heimska fugi.
Hann sparkaði sundur eggjum, sem
lágu í hreiðri við fætur hans.
— Ekki koma ungar úr þessu.
Svo laut hann niður að öðru hreiðri.
Þar voru ungar. Hann tók þá, hvern af
öðrum, sleit af þeim hausinn og einhenti
þeim út á sjó.
— Það er nóg af bölvuðum skríl samt.
Svo gekk hann á röðina. Hann þaut á
milli hreiðranna og ruddi þau, braut egg-
in og myrti ungana. Hann hamaðist eins
og hann ætti lífið að leysa. Við og við
rak hann upp æðislegan hlátur.
Skothríðin hafði heyrst heim. Það leið
að kvöldi og karl var ekki korninn utan
úr hólmanum. Ráðskonan kom að máli
við tvo vinnumenn og bað þá að fara
fram í hólma og vitja um húsbóndann,
þetta væri ekki einleikið.
— Hann kann að hafa slasað sig á
byssunni.
Piltarnir fóru, tóku bát og reru fram
í hólma. Þegar þeir komu, sáu þeir hvað
karl aðhafðist. Æðarungarnir koniu í
loftinu á móti þeim, hauslausir og sund-
urtættir. Hjálmar leit ekki upp... Pilt-
arnir stóðu mn stund orðlausir og horfðu
á aðfarirnar. Þeir voru í engum vafa
um, að húsbóndi þeirra væri orðinn vit-
skertur. Þeir heyrðu hann tauta í sífellu:
— Ekki kemur ungi úr þessu. Ekki
svíkur hann mig þessi. Þetta hefði áreið-
anlega orðið hrafn, þessi veiðabjalla,
þessi skarfur.
Piltarnir athuguðu byssuna og sáu að
hún var skotlaus. Svo gengu þeir til
Hjálmars.
— Hvað ertu að gera, húsbóndi góður?
Hjálmar hrökk við, leit æðislega á þá
og hvæsti:
•— Drepa, drepa...
Hann hélt áfram, enn þá ákafar en
áður.
— Blessaður hættu þessu, Hjálmar.
Sérðu ekki að þetta eru æðarungar.
— Skríll; allt saman skríll og vargur.
Svo leit hann upp og hló.
— Nú, það eruð þið, stóru vargarnir.
Eg þekki ykkur og veit, til hvers þið er-
uð komnir. Hver hefur leyft ykkur að
ganga um varpið? Þið ætlið að stela
eggjum! Vitiði ekki að varpið er friðað?
Snáfið þið burtu, undir eins.
— Við ætlum ekkert mein að gera þér,
Hjálmar minn.
Hjálmar starði á þá og það var eins
og bráði af honum um stund.
— Ykkur hefur aldrei skort mjúk orð