Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 20
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR an, sem geislaði um hann eitt augnablik, væri nú að hverfa honum fyrir fullt og allt. Um leið og hann lætur fallast upp að gluggakarminum, hrópar hann nafn hennar enn. Hann kallar það hástöfum í örvænt- ingu, og nú nær það eyrum hennar. Hún snýr sér við og leitar til beggja hliða, hún veit ekki, hvort það er eitthvað í henni sjálfri, sem hefur hrópað þetta nafn, eða að það hefur raunverulega hljómað í eyrum hennar. En nú hljómar það aftur, enn hærra, enn örvæntingarfyllra en fyrr: »Jeannine, Jeannine!« Og nú er henni það Ijóst, að þetta er enginn hugarburður, ekkert fóstur í- myndunaraflsins, heldur er þetta rödd, er hún bjóst ekki við að heyra framar, sem nú kallar nafn hennar. Hún kemur auga á gluggann, þar sem Philip stendur og teygir handleggina hálf-sturlaður á móti henni. Hann lifir! Hann lifir! Hvernig þetta hefur atvikaz;t, að hinn dauði er risinn upp úr gröf sinni, að unnusti hennar, sem dáinn var, er upprisinn, allt þetta er einkisvert hjá hinni einu gleðitilfinn- ingu: Hann lifir! Hann lifir! ---------------------- Lars Hansen: Og hann sveif yfir sæ . . . Guðmundur Gíslason Hagalin þýddí. (Niðurlag). voru tveir menn, og áttu þeir fullt í fangi með að verja hann fyrir jökunum. Það var glaða sólskin, og svo var bjart þarna úti á ísnum, að mennirnir gátu varla haldið augunum opnum. Öðru hvoru skaut upp selshausum rétt hjá ár- XVI. Það var hörku straumur — og ísjak- arnir rákust hver á annan með braki og brestum, dunum og dynkjum, og þeir hröngluðust upp í háa kesti. Úti á ísnum var lítill bátur. Á honum Hún hleypur, — hleypur yfir torgið, gegnurn sjúkragarðinn, upp stigana og gegnum stofurnar. Eðlishvöt ástfang- innar meyjar leiðir hana til hans. Hún finnur hann liggjandi úti við gluggann með glampandi augnaráði. »Jeannine, Jeannine!« »Philip, ástin mín!« Hún krýpur niður, faðmar hann að sér eins og móðir faðmar lítið. barn, og hún kjökrar hástöfum í sársaukabland- inni, sælli gleði. Augu þeirra leita hvers annars, og varir þeirra mætast. »Þú kornst þá aftui’«, hvíslar hún og brosir hamingjusöm gegnurn tárin. ».Já, elsku vina mín, ég hélt loforð mitt. Því að þú veizt það, að ástin deyr aldrei. Og ég fékk leyfi til lífsins vegna okkar miklu ástar«. Þau tala ekki fleira. Orðin eru of fá- tækleg' á slíkum augnablikum. En þau horfast í augu, og varir hans leita eftir hennar vörum. Sýringarnir blómgast. Frá torginu fyrir utan streymir loftið inn, og vor- hlýir sólargeislarnir rnæta ilminum frá sýringum Jeannine, þeim, sem áttu að liggja við vanga unnustans. Endir.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.