Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 16
62
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Margir örmagnast af erfiðleikum
ferðarinnar og verða eftir grátandi og
kveinandi. Jeannine hjálpar þeim, eftir
því sem hún hefir bezt vit á, en í þessu
kapphlaupi undan dauðanum er aðeins
eitt lögmál ríkjandi: Bjargi sér hver,
sem getur.
Hugsanir Jeannine snerust allar um
unnustann. Frú Berthelot skildi, hvað
henni leið, en Jeannine sá sér samt færi
á að sleppa frá henni, og augnabliki síð-
ar var hún á heimleíð.
Þegar hún komst inn í hið yfirgefna
þorp, ráfaði hún eins og vofa um mann-
lausar göturnar, en heyrði þá allt í einu
skarkala í flugvél.
Það var sprengjuflugvél frá óvinaþjóð,
og hafði hún ekki fyrr flogið inn yfir
þorpið en sprengjuhríðin skall niður yf-
ir húsin dauðadæmdu. Hver sprengingin
rak aðra. örvita hleypur Jeannine um
göturnar og leitar hælis. Múrbrotum
rignir niður allt í kring um hana. Hvað
eftir annað er henni dauðinn vís, en að
lokum tekst henni að sleppa ofan í neð-
anjarðarkjallara, þar sem henni er nokk-
urnveginn óhætt.
Sprengjuflugvélin fullkomnar sitt við-
bjóðslega verk. Engin bygging er ó-
skemmd. Allt, -— húsin, garðarnir, gras-
fletirnir, — verða að einu mauki, hræði-
legri blöndun af egghvössum múrbrotum,
og jörðin er eins og líkami, sem er af-
myndaður af djúpum, gínandi sárum.
Þegar vélin hafði lokið verki sínu og
var horfin úr augsýn, skreið Jeannine
fram úr fylgsni sínu. Hún horfði með
skelfingu yfir eyðilegginguna, og er hún
sá alla þessa gömlu, góðkunnu staði, nú
næstum óþekkjanlega, brauzt gráturinn
fram.
En nú skildi hún loks, að hér gat hún
ekki verið. Æskuheimili hennar í Noilly-
les-Bources var ekki framar til. Það
mundi framvegis teljast meðal þeirra
þorpa, er strikuð höfðu verið út af yf-
irborði jarðar.
Samtímis fór hræðilegur harmleikur
fram í loftinu. í þéttri fylking flugu
flugmennirnir sjö frá Noilly-les-Bources
inn á bardagasviðið, ákafir í að hitta ó-
vinina, sem þeir vissu, að einnig mundu
vera að leita þeirra.
Þeir flugu ýmist hátt uppi í skýjun-
um, eða svo lágt, að þeir strukust næst-
um við krónu skógartrjánna, unz þeir
náðu á vígsvæðið.
Þá kemur hin víðfræga drápsflugvél
óvinanna skyndilega í ljós. Henni stjórn-
ar frægur flugmannamorðingi, sem er
tilbeðinn í ættlandi sínu, og við hann
verða nú hinir sjö ensku flugmenn að
etja. Þeir þekkja hann og vita, að hann
á 66 sigrum að hrósa. Þessi fjandsam-
legi flugmaður og félagar hans um-
kringja ungu flugliðana frá Nailly-les-
Bources eins og ránfuglahópur. Það hefst
vægðarlaus, hræðilegur bardagi. Flug-
vélarnar hækka og lækka flugið til
skiptis, og flugmennirnir reyna að hitta
þær á viðkvæmustu blettina. Vélbyss-
urnar drynja og smella í loftinu, og að
lokum steypist ensk flugvél til jarðar
eins og vængbrotinn fugl. En ensku flug-
mennirnir geta líka bitið frá' sér og fljót-
lega hrapar þýzk flugvél lika til jarðar
og lýkur æfi sinni með ferlégu braki.
Smám saman þynnist hópurinn. Báðir
aðiljar berjast þar til yfir lýkur. Sjö
ungir flugmenn höfðu farið í loftferð
þessa. Nú er aðeins einri eftir á flugi.
Það er Blythe flugliðsforingi.
Hann virðist hafa haldið velli. Einn
sveimar hann um í tæru loftinu, leitandi
að einhverjum hugsanlegum óvini. Þá
heyrist allt í einu skarkali í vél. Hinn
frægi flugmannamorðingi er stöðugt að
verki, að leita að sextugasta og sjöunda
fórnardýrinu. Og nú verður Blythe flug-