Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 25
OG HANN SVEIF YFIR SÆ...
71
drnar og þjáningarnar frá vetrinum urðu
að þoka inn í innstu fylgsni hugans.
Nú var skipunum beint norður á bóg-
inn, og síðan siglt í áttina til íssins. En
áður en þau kæmust út að skörinni,
lægði vindinn — og í meira en fjóra sól-
arhringa lágu þau svo í logni En allan
þennan tírna var frástraumur í ísnum,
svo að hann rak lengra og lengra norður
í haf með hverjum deginum sem leið.
Loks hvessti á ný — en nú á norðaust-
an. Sigldu skipin þá nauðbeitt og slög-
uðu sig norður eftir. Og eftir hálfsmán-
aðar siglirigu voru þau komin norður að
skörinni.
En veiðin gekk ekki vel. öðru hvoru
skutu þeir félagar einn og einn kampa-
sel, en auðséð var, að þeir yrðu að taka
á þolinmæðinni, ef þeir ætluðu sér að
fylla skipin.
Dagar og vikur liðu, og selveiðamenn-
irnir skutu þetta sel og sel á stangli.
Loks sigldu þeir 'upp á Rostungavíkur og
lögðust þar fyrir akkerum. Fóru þeir svo
á skipsbátunum fram með ströndinni
austur og vestur — og skutu talsvert af
hringanóra. Stundum fengu þeir líka
blöðrusel.
Svo var það dag einn, að annar bát-
urinn frá »Hortensíu« kom með tvo
rostunga.
Það var farið að verða nokkuð áliðið,
og ekki voru miklar horfurnar á, að
skipin kæmu heim með mikla veiði.
Jóhannes Nílsen, sem var einn af elztu
og mest virtu selveiðaskipstjórunum,
hafði því nær daglega farið á land og
svipazt um. Nú kom hann yfir á »Beren-
tínu« til að spjalla við Jóhann Troms.
Þeir settust í lyftingu, og Jóhannes
mælti:
— Eg er nú helzt á því, að það komi
bráðum rostungavöður hér upp á vík-
urnar og skríði á land. Ef svo vel vildi
nú til að við biðum hér eitthvað enn,
þá ætti að verða úr nógu að moða fyrir
okkur báða. Ég ætla að biðja þig að segja
mönnum þínum að fara ekki mjög langt
frá skipinu — og áminna þá um að gera
okkur strax aðvart, ef þeir sjá stærri
eða minni rostungsvöður. Ég er alveg
viss um það, að komi rostungar hér upp
að, þá fara þeir upp í fjöru, þar sem
enginn ís er hér í nánd, sem þeir geta
skriðið upp á til að hvíla sig... Það gæti
farið svo, að við dyttum heldur en ekki
í lukkupottinn.
Þeir kölluðu nú á Jens frá Syðra-
Skarði, og svo ráðguðust skipstjórarnir
þrír um það, hvað gera skyldi. Þeim var
það ljóst, að svo gat farið að enginn
rostungur léti sjá sig — og eins gerðu
þeir sér grein fyrir því, að nokkur iiætta
vaf á, að þeir kæmust ekki suður eftir,
ef þeir dokuðu við svona seint á sumri.
En þeir hugsuðu sem svo: Vogun vinn-
ur og vogun tapar — og ákváðu að bíða.
Heppnin var með þeim. Þeir létu allt-
af einn af mönnum sínum standa á
verði efst á eynni, og rúmri viku eftir
að tekin hafði verið sú ákvörðun að bíða,
sá vörðurinn rostunga svamla að landi,
tvo—sex saman.
Skammt frá þeim stað, þar sem skipin
lágu, var dálítil sandvík — og einmitt
þar skriðu rostungarnir venjulegast á
land.
Þegar rostungarnir þykjast þurfa að
livíla sig, synda þeir fram með strönd-
inni, unz þeir finna slétta sandfjöru.
Þegar svo flóð er komið, skríða þeir á
land. Hvort sem dýrin eru 10 eða 100,
þá fara þau öll upp í fjöru, strax og
einhver af elztu foringjunum ér konrinn
þangað. Leggjast þau hlið við hlið —
án þess að nokkurt bil sé á nrilli þeirra.
Þá er út féllur, verður ærið bil milli
rostunganna og sjávarins, og þegar svo
er komið, læðast veiðimennirnir. að þeim
úr tveim áttum með löng spjót í hönd-