Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 34
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þegar hún var ung stúlka. Ekki lét Bene- dikt þar við lenda, heldur gerði sér skömmu síðar aðra ferð að Bakka, staö- næmdist í baðstofudyrum eins og í fyrra skiftið og mælti fram langan brag, sem nefndur var Agnesarljóð. Líkti hann þar Björgu við Agnesi nokkra, sem þótt hafði hið mesta spillingartól. Var þetta upphafið á fyrsta erindinu: Agnes úr heimi hér hélt burt Nástrandir á... Var bragur þessi hið mesta níð; barst hann út um allt og kunnu hann margir áður, en nú mun hann að mestu vera gleymdur. Guðni á Bakka var fokreiður við Benedikt út af kveðlingunum um Björgu og hugsaði honum þegjandi þörfina. Einu sinni sá hann mann koma gang- andi úr áttinni frá Tungu. Taldi hann víst, að þetta mundi vera Benedikt og væri hann nú að koma með einn níðbrag- inn enn. Tók Guðni þá birkilurk, tók sér stöðu í göngunum og ætlaði að lumbra á Benedikt, þegar hann gengi inn hjá. En maður sá, sem kom, barði að dyrum og var það Guðmundur Davíðsson frá Reykjum. — Jónas Torfason varaði þá Benedikt við að ganga inn í bæ á Bakka, því að Guðni mundi dangla á horiúin með barefli, og hætti þá Benedikt árás- um þessum. Eitt kvöld bað Benedikt Björn bróður sinn að ganga með sér lítinn spöl, en orðaöi ekki, hvert ferðinni væri heitið. Greip hann járnkarl með sér og stefndi upp á hálsinn, austur fyrir Bakkaá og að melhól þeim, sem nefndur er Einbúi; hann er á milli Sörlastaða og Bakka, ná- lægt veginum. Þar rótuðu þeir bræður upp grjóti og hlóðu upp þrjár vörður, sem voru til að sjá eins og þrjár mann- eskjur, karlmaður í miðju, en sín stúlk- an til hvorrar hliðar honum; voru vörð- urnar mjög haglega hlaðnar og áttu þær að merkja Gunnar á Sörlastöðum og stallsysturnar frá Bakka. Stóðu vörður þessar all-lengi og var gert mikið gabb að þeim, þangað til Gunnar tók sig til og reif þær niður. Þenna vetur var stolið frá Guðlaugi gamla á Sörlastöðum peningum, ull og prjónasaum. Var mikið tætt þar af prjónlesi, og var það venja Guðlaugs, að binda saman í bindi tíu plögg, en þegar átti að fara með prjónasauminn til laugar, vantaði eitt par í hvert bindi. Séra Þorsteinn Pálsson var þá a'ðstoð- arprestur séra Sigurðar á Hálsi og bjó á VÖglum. Bárust honum ýmsar ófagr- ar sögur framan úr dalnum; fyrst og fremst aö slitið væri trúlofun þeirra Jo- hönnu á Bakka og Benedikts í Tungu ; auk þess væru á gangi níðkveðlingar um Björgu á Bakka og væru þeir bæði orð- hvassir og neyðarlegir, en Guðni á Bakka sæti um Benedikt með uppreiddan birki- lurk; sömuleiðis væru dylgjur um þjófn- að á Sörlastöðum. Prestur var maður siðavandur og vildi rannsaka þessi mál, áður en til verri tíðinda drægi og reyna að forða frá vandræðum, ef hægt væri; þótti honum, eins og mörgum öðrum, það vera blindni mikil af Jóhönnu að hafna Benedikt, álitlegum, gáfuðum og efnuðum manni, en gefa sig að Gunnari, sem þótti í alla staði miklu minna mannsefni. Prestur tók sér nú ferð á hendur og barði því við, að hann ætlaði í húsvitjun. Kom hann aö Bakka og átti langt tal við Björgu. Þar var þá stadd- ur Gunnar frá Sörlastöðum; tók prestur hann glóðvolgan og yfirheyrði hann.. Kom það þá á daginn að Gunnar hafði hnuplað frá föður sínum um veturinn, borið þýfið út að Bakka og gefið Björgu það til fulltingis sér í meyjarmálunum. Þótti presti þetta hið versta hneykslis- mál, en vildi þó helzt ekki láta það fara

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.