Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 30
76
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
henni lá dálítill snáði. Hann var feitur
og þriflegur, og undi hann sér nú við að
sparka berum fótunum út undan sæng-
inni.
María var föl og guggin. Veturinn
liafði verið henni erfiður. Þegar storm-
urinn hamaðist úti, frostið risti helrúnir
á rúðurnar og snjónum dyngdi niður,
svo að ófærð var á götunum, þá sat
María og hugsaði um Jens frá Syðra-
Skarði.
Hún mundi margar hræðilegar sögur
af þrautum og erfiðleikum þeirra manna,
sem misst höfðu skip sín norður í íshafi
og orðið að hafast þar við vetrarlangt.
Hún þekkti Jóhann Ossías, sem ráfaði
um göturnar í Tromsö og beiddist bein-
inga, hann hafði dvalið heilan vetur
norður í ísauðnunum, án allrar nauðsyn-
legrar aðbúðar. Það var engin tönn í
hans munni, hann vantaði alla fingurna
á aðra höndina og þrjá á hina — og
annar fóturinn hafði verið tekinn af hon-
um í mjaðmarliðnum. María hafði tal af
Jóhanni — og í angist bað hún guð fyrir
sér! Mundi nú Jens koma heim — og ef
hann kæmi nú, hvernig mundi þá vetur-
inn hafa leikið hann?... Ef hann kæmi
nú eins illa farinn og Jóhann Ossías!
Þegar hún svo ætlaði að bugast undir
fargi áhyggjanna, þreif hún barnið í
fangið og gekk með það fram og aftur
um gólfið alla guðslanga nóttina. Daginn
eftir fékk hún ávítur hjá frú Gje-
ver, sem kom daglega til hennar.
— Þetta dugir bara alls ekki, María.
Þú verður að reyna að hrista þetta af
þér. Þú verður að minnsta kosti að geta
haft svefnfrið, sagði hún við hana þenn-
an haustdag, sem um var getið.
— Elsku, bezta mamma mín! Ég skal
reyna. En nú er aftur komið haust —
og Jens er ekki kominn. Ekkert af skip-
unuin, sem heim eru komin, hefur séð
neitt, sem geti gefið leiðbeiningu um
afdrif þeirra á »Framtíðinni«! Ó, guð
minn álmáttugur! Það er elcki til neins
að biðja guð! Þú mátt trúa því, mamma
mín, það er ekki til neins — og þó stend-
ur skrifað: »Hvers, sem þér biðjið föð-
urinn í mínu nafni, það mun hann veita
yður«. Þúsund sinnum, já, meira en þús-
und sinnum hef ég beðið til guðs, en Jens
kemur þó ekki. Líttu út um gluggann.
Það er farið að snjóa. Aftur er kominn
vetur. ó, guð minn góður! Hvernig á ég
að geta lifað annan vetur eins og þann í
fyrra!?
XX.
Arnór á Syðra-Skarði ráfaði þungur í
spori upp að húsi tengdadóttur sinnar.
Hann hafði farið í kaupstað til þess aú
kaupa sér ýmsar nauðsynjar til vetrar-
ins, og þó að veðrið gæti nú skyndilega
breytzt og honum lægi á að komast heim,
þá gat hann ekki látið hjá líða að stanza
hjá Mariu. Hún sá til hans upp brekk-
una, og hún stóð í dyrunum, þegar hann
kom upp að húsinu. Bæði voru þau
harmþrungin, en sá var munurinn, að
Máría var óvön sorgum og áhyggjum,
en gamli maðurinn hafði áður orðið fyrir
ástvinamissi af völdum sjávarins.
Meðan þau sátu að miðdegisverði,
sagði Arnór:
— Mér finnst það ekki nema eðlilegt,
aö þú sért harmþrungin og, eins og þú
segir, vitir varla í þennan heim eða ann-
an. En samt þarftu ekki að vera von-
laus. Þá er öðru máli að gegna á Syðra-
Skarði. Þegar það kemur þar fyrir, að
sá, sem á sjóinn fer, kemur ekki á venju-
legum tíma, þá er öll von úti... Norður í
íshafinu getur margt og margvíslegt
komið fyrir. Þó að mánuður líði og jafu-
vel heilt ár fram yfir þann tíma, sem
búizt er við mönnum heim, þá er ekki
vonlaust um, að þeir séu á lífi. Margir