Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 45
BÆKUR 91 ur öruggari. Að vísu er það margt enn- þá, sem ekkert verður fullyrt úm við- víkjandi Eglu. En svo að nefnd séu að- eins tvö merkileg atriöi, sem Nordal fær- ir sterk rök að, þá er það fyrst, að hann færir allar líkur að því, að Snorri Sturlu- son muni vera höfundur sögunnar, eða a. m. k'. mjög mikið við hana riðinn, en frá þessu voru fræðimenn mjög horfnir á seinni árum. í öðru lagi gerir hann mjög merkilegar athugasemdir um töua- talið í íslendingasögum yfirleitt og héfir Hafursfjarðarorusta eftir útreikningum hans eigi staðið fyrr en 885 í staðinn fyrir 872 eftir tímatali Ara, en við þann atburð éru útferðir ýmsra landnáms- manna miðaðar, svo að landnámið virð- ist hafa gerzt nokkrum árum síðar, en almennt er álitið. Með þessum útreikn- ingi er unnt að greiða úr mörgu sem áð- ur var torskilið og erfitt að átta sig á í fornsögunum. Yfirleitt má vænta þess, að þessu glæsilega fyrirtæki, hinni nýju fornrita- útgáfu, verði tekið forkunnarvel af þjóð- inni og allir, sem mögulega geta, reyni að eignast og kynna sér ritin sem bezt. Gefst hér nú tækifæri fyrir hvern sæmi- lega greindan mann, að gera sig vel lærðan í fornum fræðum af sjálfsnámi einu. Fylgi heill góðri byrjun! GRÍMA, 8. hefti, er nýlega komin út, margfróð að vanda. Hvort hún er »óljúg- fróð« að sama skapi verður ekki sagt með vissu. Þjóðsagan hlýtur alltaf 1 eðli sínu að vera sambland skáldskapar og sannrar sögu, og gætir þó ef til vill enn meir í hinni eiginlegu þjóðsögu skáld- skaparins og ímyndunaraflsins, heldur en sannindanna. Að því leyti verður naumast talið, að í Grímu sé aðeins hald- ið til haga hinni hreinræktuðu þjóðsögu. Hún er jafnframt safnrit fyrir ýmiskon- ar alþýðlegan fróðleik, sagnfræðilegs eðl- is, og eru þættir af ýmsum,undarlegum mönnum eitt af meginmáli hennar. Þetta rýrir á engan hátt gildi ritsins, neldur gerir það fjölbreyttara og að vissu leyti merkilegra, því að með hinum marghátt- uðu sögnum, flýtur ýmiskonar fróðleik- ur um menning og háttu þjóðar vorrar á liðnum tímum og þar getur að líta hinar óvæntustu og furðulegustu hliðar sálarlífsins og ímyndunaraflsins. Saga fortíðarinnar hlýtur alltaf í sinni fyllstu mynd að vera heimild að framtíðinni og skilningi lands og lýðs á sjálfum sér. Fortíðin er eins og land, sem er sokkið í sæ með allri sinni dýrð og þaðan höfum vér aðeins minningarnar, sem berast ut- an af hafinu með aðfallsöldunni og hverfa ofan í sand gleymskunnar, ef vér veiturn þeim ekki eftirtekt. En »hver tæmir allt það timburrek af tímans Stórasjó?« Flestir eru svo hugfangnir af viðfangsefnum líðandi stundar að þeir gefa sér engan tíma til að horfa lengra og gefa jafnframt gaum að því, sem hrönn tímans hefir áður borið að landi og telja það lítilsvert að hirða urn að varðveita það. En samt sem áður eru það þessir menn, sem keppast við að bjarga og draga á land minningar og andlega fjársjóði liðna tímans, sem næmasta til- finningu hafa fyrir samábyrgð fortíðar og nútíðar og hafa ást ekki aðeins á lífi einstaklingsins heldur og lífi aldanna. Þeir Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar læknir hafa sýnt mikla elju og alúð við að safna í rit þetta úr ýmsum áttum sögum og fróðleik margskonar og bjarga á þann hátt frá glötun og týnslu ýmsum merkilegum munnmælum. Sjálf- ur hefir Þorsteinn skráð fleiri sögur en nokkur annar, alls um 30, og auk þess samið mjög vönduð registur yfir fyrsta bindið, flokkað sögurnar niður og samið nafnaskrár yfir þær. Er þetta alveg 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.