Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 41
FNJÓSKDÆLA SAGA 87 bróður sínum. Hann var sæmdur danne- brogskrossi, og má á því marka, hve miklar mannvirðingar hann hefur haft, því að ekki voru aðrir sæmdir þvilíkum heiðursmerkjum en þeir, sem sköruðu fram úr á einhvern hátt. Þegar liann var orðinn hreppstjóri, lét hann mikið til sín taka um opinber mál. En brátt fór að bera á misklíð með honum og sumurn bændum, einkum Bjarna í Tungu og Kristrúnu föðursystur hans. Svo stóð á, að Björn vildi ná jörðinni Brúnagerði undir Illugastaðakirkju og þóttist hafa bréf, sem sannaði það, að jörðin hefði verið eign kirkjunnar fyrir löngu síðan. Jörðin var eign þeirra Tungu-hjóna og höfðu þau á henni réttar heimildir, en enginn vissi til, að hún hefði nokkru sinni verið kirkjueign, heldur bænda- ■eign, svo lengi sem elztu og fróðustu menn vissu. Snerust allir á sveif Tungu- hjóna, en á móti Birni, og varð af þjark mikið og fullur fjandskapur. Mál þetta sofnaði um síðir og fyrir fortölur vina sinna sleppti Björn því eða treystist ekki til að halda því til streitu, þar eð hann hafði ófullkomnar sannanir við að styðjast; lék tvímæli á því, hvort þær hefðu nokkrar verið, og sumir hugðu jafnvel, að Björn hefði gert þetta Tungu- hjónum til stríðs og skapraunar. Heimilisástæður voru mjög erfiðar á Illugastöðum, á meðan Björn rak þar búskap; var það á ýmsa lund, og bar Björn það með mestu þolinmæði og jafn- aðargeði. Kona hans var heilsuveik, 3á í móðursýki og var erfið bónda sínum. Fólkshaldið var þannig, að oftast hafði hann einn vinnumann og svo Gísla stjúp- son sinn. Gekk stopult að halda vinnu- konur; voru þær svo fullar hjátrúar og hindurvitna, að þær þóttust sjá aftur- göngur og svipi í hverju horni og' settu það í samband við Sigríðar-málið gamia. iÞó voru stúlkur þar tíma og tíma í einu og þóttu kaupdýrar, en ekki stóð á kaup- greiðslum, því að Björn galt lrærra kaup en þá tíðkaðist almennt. Gísli Wíum var beitarhúsamaður á III- ugastöðum. Átti liann að hirða 80 fjár, 40 sauði og 40 ær, og halda því til beitar, eins og venja liafði verið. Hagaði Gísli fjármennskunni þannig, að hann rak féð til beitar á morgnana, fór svo heim í húsin og gaf hey í garðana, slíildi húsin eftir opin, en fór þá heim á bæi til að skrafa við fólk og skemmta því; var hann hinn skemmtilegasti maður og skáld gott. Þótti fólki jafnan bera vel í veiði að fá slíkan gest, því að- allt af var glaumur og gleði, þar sem Gísli var. Kristján á Ulugastöðum fór um þetta leyti að kenna vanheilsu þeirrar, er síð- ar leiddi hann til bana. Séra Jón sonur hans, sem þá var prestur að Þóroddsstað í Köldukinn, bauð foreldrum sínum til sín; voru þau í fyrstu treg á að fara frá Illugastöðum, en þó varð það úr aö þau fluttu norður. Báðu þau tvo ná- granna sína að fylgja sér þangað; voru það þeir Davíð bóndi á Reykjum og Þor- lákur bóndi á Þórðarstöðum. Allar eigur þeirra hjóna voru fluttar á þrem klyfja- hestum, en það var rúmfatnaður og bæk- ur og peningakistill, sem bundinn var í eina klyfina ásamt fleira dóti, og þótti hann ærið þungur. Af lifandi peningi átti Kristján þá ekki annað eftir en aihri hest gamlan; allt annað hafði hann selt og varið í peninga. Kristján var aðeins eitt missiri á Þór- oddsstað; hann dó þar á nýjársdag 1844. Guðrún kona lians lifði nokkru lengur og dó á sama stað 24. dag ágústmán. 1846. Hún var hin mesta sæmdarkona, vinsæl og velmetin af öllum, sem hana þekktu. Fnjóskdælingar söknuðu mjög þeirra hjóna. Það var einróma álit manna, að Kristján hefði verið mestí merkismaður og mikilmenni þar í daln-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.