Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 38
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR samtal var Jón sáttfúsari og við fovtöl- ur prests og Bjarna lét hann tilleiðast um síðir að bjóðast til að greiða Krist- jáni sex ær í peningum. Gekk Kristján að því boði, en var þó óánægður. Létu þeir svo þrætu þessari lokið og skildu sáttir að yfirvarpi. Jón Gunnlaugsson og Þórey eignuðust átta börn; þrjú af þeim dóu ung, en tvö nokkuð upp komin. — Jón hét sonur þeirra; hann dó ungur á Halldórsstöðum hjá séi’a Jóni Austmann mági sínum. — Þrjár dætur þeirra hjóna giftust; Þór- unn átti Þorlák prest að Skútustöðum; Helga var seinni kona Jóns Austmanns prests að Halldórsstöðum; Steinvör var fyrri kona Jóns Sigfússonar, sem bjó að Sörlastöðum og síðar að Espihóli. — Þórey Þórarinsdóttir andaðist 1863. Jón bjó á Sörlastöðum í sex ár, og tók þá Jón Sigíusson tengdasonur hans jörð- ina. Tvö síðustu árin, sem Jón Gunn- laugsson lifði, var hann í húsmennsku í Fjósatungu, sem var eignarjörð hans; var hann þar hjá bónda þeim, er Sigurð- ur hét, og var sonarsonur Kristjáns á Ulugastöðum. Þar dó Jón úr taugaveiki 23. dag nóvembermán. 1865, 73 ára gmn- all. Jón Gunnlaugsson var að mörgu leyti merkismaður. Hann var mjög vel gefinn og einhver bezti söngmaður í dalnum á þeim tíma; hann lét héraðsmál sig iitlu skifta og hliðraði sér hjá því að fást við opinber störf. Hann var manna fús- astur til að lána peninga og komu því margir að finna hann; gerði hann öllum úrlausn á einhvern hátt; sumir keyptu af honum matvöru, kjöt og smjör, aðrir báðu um peninga; var hann eins og nokkurskonar banki, svo mikla pen- inga hafði hahn undir höndum. Tekjur hans voru afar miklar á síðari árum hans; fékk hann yfir hundrað land- skuldar-gemlinga á hverju vori og marg- ar vættir af smjöri á hverju hausti. Hann var talinn maður fégjarn og kann- aðist sjálfur við það, að það væri ef til vill um of. En hvað sem um það er, þá fórst honum margt vel. Hann ól upp trö munaðarlaus börn, pilt og stúlku. Hét pilturinn Sigurgeir og var sonur Hall- gríms bónda í Vík á Flateyjardal. Varð Hallgrímur fyrir því slysi, að skot hljóp í handlegg hans; átti hann sex börn í ómegð, sem ýmsir efnamenn tóku til fósturs, og fóru fjögur þeirra á bæi í Fnjóskadal; Kristján á Sigríðarstöðum tók dreng, sem Hans hét, Davíð á Reykj- um tók Bæring, Benedikt í Tungu tók Þorstein, en Jón á Sörlastöðum Sigur- geir. Þegar Sigurgeir var upp kominn, gaf Jón honum fjórða hluta í Hólum i Eyjafirði, alfært rúm og sex ær. — Fóst- urdóttir Jóns hét Þórey og var Árnadótr- ir Jóns hét Þórey og var Árnadóttir; hún var skyld konu hans. Gaf Jón Þór- eyju síðan Botn í Fjörðum, rúm og sex ær. Jón á Eyri á Flateyjardal orti eftir- mæli eftir Jón Gunnlaugsson; voru það fimm erindi. Þrjú af þeirn munu vera gleymd, en tvö hafa geymzt fram á þenna dag. Hvaö sem skáldskapnum líð- ur, þá lýsa þau manninum rétt: Háborinn heiðursmaður lierra Jón ríki Gunnlaugsson í drottni er soTnaður, útvöldum með sé guðs í on.(* Ljúfmennið loflegasta listir í mörgu bar, þýðlýndið, þel staðfasta, þóttalaus ætíð var; fyrirleit auma eigi, eg' mátti segja af því, allt fram að dauðadegi af drambi og hroka frí. (* önn eða varðveizla.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.