Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 43
BÆKUR 89 Moldin ilmar. Frjómoldin ilmar, og grasið grær. Hér er gróður í hverju blaði og strái! Nú er svellandi líf þar, sem svart var i gær, og sólskin og vor og lömb og ær! Og leikandi börn klappa lófunum saman bjarteyg og' brún í framan. Hér ræð ég einn öllu! — Hér á ég allt! Eg er alvaldur, frjáls, í sjálfstæðu ríki! Eg strita og vinn, ég er sveittur og sæll, sjálfur kóngur, herra og þræll! Nú drýpur hunang af hverju strái! Hér finn ég allt, sem ég þrái! Frá morgni til kvölds, langan dýrlegan dag er Drottinn og ég báðir saman að verki. Við syngjum báðir vorn sólarbrag við sama fagnandi hjartaslag! ó, hve það er yndislegt erfiði og garnan að unna og starfa saman! — Eg elska þig lífsþrungna feðrafold með faðminn þinn græna í sólarmildi! Eg elska þig frjósama móðurmold, sem mettar þín börn og gleður allt hold! Eg beygi mín kné í bæn og lotning: Guð blessi þig, fóstra og drottning! Helgi Valtýsson. BÆKU R. Nýjar Kvöldvökur munu ekki að jafn- aði geta annara rita en þeirra, sem þeim eru beinlínis send til umsagnar, og munu þær þá segja kost og löst á hverri bók og gera rækilega grein fyrir henni, eftir því sem þeim býður við að horfa. út af þessari reglu niun því aðeins brugðið, að einhver bók komi út svo ágæt, að oss finnist sérstök ástæða til að vekja at- hygli á henni, eða þá hið gagnstæða, að svo léleg bók berist oss í hendur, að oss virðist fullkomin þörf á að vara við henni. Sem betur fer, er það hin fyrnefnda ástæða, sem að þessu sinni er fyvir hendi. Egils saga Skallagrímssonar, gefin út af dr. Sigurði Nordal, er svo mikill viðburður í okkar fábreytta bókmennta- heimi, að geta verður um hann með gleði, hvar sem annars er minnst á bæk- ur. — Þetta er fyrsta bindið, sem kemur út, en annað bindið í röðinni af fornrita- útgáfu þeirri, sem Hið íslenzka fornrita- félag í Reykjavík beitir sér fyrir. Fyrsta bindi ritsafnsins á vafalaust að vera is- lendingabók og Landnáma, en ennþá er ékki farið að gera ráðstafanir um út;- gáfu þess. Hins vegar er V. bindið komið í prentun og er þaö Laxdæla og Halldórs þáttur Snorrasonar ásamt Stúfssögu. Sér Einar ól. Sveinsson mag. um útgáfu þess bindis. Sami maður sér um útgáfu Eyrbyggju, sem verður IV. bindið í röðinni og einnig kemur bráð- lega út. Á næsta ári er ákveðið að komi út Grettissaga og Bandamannasaga, sem Guðni Jónsson býr undir prentun, og Bjarnar saga Hítdælakappa, Gunnlaugs. saga Ormstungu, Gísls þáttur Illugason- ar, ásamt Vígastyrs sögu og Heiðarvíga, sem Sig Nordal annast og síðan íslend- ingasögurnar, hver af annári, í 14 bind- um. En alls er áætlað, að ritsafnið verði nálægt 35 bindum, hér um bil 30 arka stórum hvert. Hið íslenzka fornritafélag er stofnað í Reykjavík fyrir fjórum árum síðan og hefir það tekizt það þjóðþrifavei'k á hendur að gefa út vandaða vísindaút- 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.