Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 14
60 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hennar fyrir félögunum, og hann heyrði nafn sitt nefnt þar með þeim innileik, að hann gat ekki tára bundizt. Blythe flugliðsforingi gekk hljóðlega að dýrlingsmyndinni. Honum fannst það nálgast vanhelgun á staðnum að tala nokkurt orð. Jeannine stóð með lokuð augu og tár- votar kinnar frammi fyrir myndinni, þegar hún skyndilega finnur handlegg vefjast um mitti sér. Hún tekur viðbragð og snýr sér við, hálf óttaslegin. Þá heyrir hún rödd Blythes, alvarlega, en innilega: »Elskan mín! Mig langaði til að kveðja þig«. Þessi einföldu orð, þessi ástarjátning á þröskuldi dauðans, var innsigluð með löngum, heitum kossi. Það var eins og helgiathöfn framan við dýrlingsmynd- ina. Óumræðileg hamingja gagntók Jean- nine, og hún vafði handleggjunum um háls hans. Með ástríðufullum orðum játaði hann henni ást sína. Honum fannst, að þessi ungmey, er hvíldi í faðmi hans, væri af öðrum heimi, ólíkum þeim, er hann hafði þekkt til þessa. Sakleysi og fegurð Jean- nine hafði í fyrsta skipti komið hjarta hans alvarlega til að slá af ást til konu. En djúp og styrkleik þeirrar ástar skildi hann fyrst nú, á þessu hátíðlega augna- bliki. Hann vafði hana fastar og fastar a'ð sér og huldi andlit og hendur hennar brennandi kossum. Jeannine aftraði því ekki. Augu henn- ar voru aftur. Hún lá kyrr í faðmi hans í sælli, draumljúfri auðsveipni. »Ég hef ekki hræðst dauðann fyrr en nú«, hvíslaði hann, »en nú er ég hrædd- ur um að ég sjái þig ekki aftur«. Þá greip Jeannine hönd hans, þrýsti henni að ókyrru hjarta sínu, og um leið og hún benti á hálf-afmáð letur, sem stóð undir dýrlingsmyndinni, sagði hún hátíðlega: »PhiIip, elsku vinur, lestu þessi orð. Þau þýða á móðurmáli þínu: Ástin deyr aldrei«. Og hvítir sýringarnir ilmuðu í nætur- loftinu. — Sóknin mikla hófst. Herfylkingar ó- vinanna ultu eins og snjóflóð að skot- gröfunum. Dauði og tortíming breiddu sig yfir þorp og sveitir, sem fyrir augna- bliki síðan böðuðu sig brosandi í vor- sólinni. öll öfl helvítis virtust hafa losn- að úr læðingi. Undir jörðunni, á jörð- unni og yfir henni börðust mennirnir augliti til auglitis eins og villidýr; full- ir af gjöreyðingarfýsn og drápsþorstá. Eyrir sólarupprás voru flugmennirnir sjö albúnir til loftfarar. Stundvíslega klukkan fimm stóðu þeir við flugvélar sínar, hnarreistir en þögulir, og biðu eftir brottfararmerki. Allir vissu þeir, að ekki voru nema ein líkindi gegn níu, að þeir kæmu lífs frá þessum hildarleik. Blythe flugliðsforingi kom síðastar. Skilnaðurinn við Jeannine hafði verið of þungbær. Hugprúða hjartað hennar megnaði ekki að dylja þann ótta, er liún varð lostin, þegar hún hugsaði sem svo, að ef til vill væri hún að senda ástvin sinn á fund dauðans. Litla höfuðið lá upp við öxl hans, og hún hvíslaði slitrótt ástarorðum í eyra hans. Hann svaraði henni með áköfum kossum. En að lokum var það hún, sem gaf, honum merkið, þegar ekki dugði að þegja lengur. »Farðu nú, • vinur minn, og líttu ekki við«. Æ, Blythe liðsforingi gat það ekki. Hann fór, en aðeins nokkur skref; svo

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.