Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 23
OG HANN SVEIF YFIR SÆ... 69 og starði til lands. En hann sá engan reyk og ekkert það, sem bent gæti á, að menn hefðust við þarna á ströndinni. Veðrið versnaði, og brátt var komið hreinasta fárviðri. ísinn rak frá landi, og Jóhann hugsaði með sér, að nú skyldi hann nota tækifærið og smeygja sér norður með landinu. Hann lét þræða .auðu rákina milíi landsins og hafísbreið- unnar, sigldi fram hjá Amsterdameyju og Raufareyju — og svo um hríð austur eftir. Síðan vék hann skipinu upp í sund- ið milli Norsku eyjarinnar og lands —- og þar lét hann varpa akkeri. Ekki var akkerið fyrr komið að botni en út var skotið báti — og þrír menn reru til lands. Og eftir svo sem klukku- tíma stóð Jóhann skipstjóri á hæsta. tindinum á eynni með sjónauka í hendi og horfði út yfir ísinn. Storminn hafði lægt. Himininn var orðinn heiður, og skyggni var hið ákjós- anlegasta. Jóhann athugaði vandlega ís- breiðuna, gaf sérstakan gaum að hverj- um bletti, sem skar sig eitthvað úr að lit eða lögun — og hann virti einnig ná- kvæmlega fyrir sér ströndina og eyjarn- ar í nánd. En hvergi var neitt það, sem gæfi von um, að þarna væru mannabú- staðir. Þegar Jóhann kom aftur út á skip sitt, settist hann að kaffidrykkju í lyfting- unni ásamt skyttunni, Karli frá Straumi. Þeir sátu um stund þegjandi, en loks sagði Jóhann: — Heyrðu mig, Karl! Ekki sá ég nein- staðar bóla á honum Jens, og eklci get ég komið auga á neitt, sem gæti verið ræf- illinn af »Framtíðinni«. En maður þarf nú varla að búast við að finna þá félaga á þessum ^slóðum, því skipið sást víst seinast nálægt mynninu á honum Brenni- vínsflóa. Nú er ísinn á hraðri ferð frá landi, svo ég held, að okkur ætti að vera nokkurnveginn óhætt að þoka okkur spölkorn norður. Það er enginn vafi á því, að við fáum sel. Þegar ég var uppi á fjallinu, þá sá ég, að það voru heilar breiður á ísnum af þessum líka litlu drjólum. Ert þú ekki með því, að við siglum hérna norður í ísinn og mjökum okkur svo austur á bóginn? — Jú, ég er það, mælti Karl. — Við höfum báðir lent í því, að verða að dvelja hér norður frá án nauðsynlegs út- búnaðar, og við vitum, að svo framar- lega sem þeir Jens og félagar hans eru á lífi, þá liggur þeim á hjálp. Það er í rauninni hver stundin dýrmæt. Klukkutíma síðar sigldi »Berentína« í norðaustur, og í siglutunnunni sat Karl frá Straumi og horfði út yfir ísinn. ... Þegar »Berentína« var komin all- langt, var skotið út bátum og farið til veiða. Skipstjórinn og matsveinninn voru þeir einu, sem eftir urðu á skipinu. Skip- stjórinn fór upp í tunnuna og hafði auga með bátunum, en matsveinninn labbaði fram og aftur um þilfarið. Allt í einu kallaði skipstjóri: — Upp með fokkuna! Það er eitthvað að hjá honum Karli. Ég veit ekki, hvað að er hjá honum, en eitthvað er það, því að hann hefur sett treyju á hakaskaft og er að veifa á hjálp! Kannske hann hafi nú orðið fyrir því óhappi að brjóta gat á bátinn — og þó held ég það nú ekkþ eftir því sem mér sýnist háttalagið hjá þeim. Eftir örstutta stund var skipið komið þangað, sem þeir voru, Karí og menn hans. Skipstjóranum hafði orðið það æ ljósara, eftir því sem skipið færðist nær, að eitthvað alveg óvanalegt var á seyði lijá mönnum hans, sem voru þarna að stumra yfir einhverju á ísnum, og hann renndi skútunni fast að jakanum, sem þeir stóðu á. Og þegar forseglin höfðu verið dregin niður og skútan skreið með hægð inn í vökina, þar sem báturinn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.