Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 28
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Jens og Jóhann spruttu á fætur og
þutu upp reiðann. Og hörpuleikarinn og
þeir, sem í kringum hann voru, stukku
líka upp og fóru á eftir þeim, Jens og
skipstjóranum. Varð enginn eftir niðri á
þilfarinu nema sá, sem við stýrið stóð.
— ís fyrir stafni! Guð náði okkur! Ef
hann skyldi nú vera orðinn landfastur
hjá Norðurhöfða, þá erum við álíka
staddir og melrakki í greni!
Skipverjarnir á »Hortensíu« voru líka
búnir að taka eftir ísnum og þotnir upp
í reiðann.
Jóhann Troms stóð í tunnunni með
sjónaukann og virti fyrir sér ísinn, sem
var að bera í Norðurhöfða — og á að
gizka tvær mílur frá skipinu.
— Ja, heyrðu mig nú, Jóhann, sagði
Jens frá Syðra-Skarði. — Ég get bara
alls ekki botnað í þessu! fsinn kominn
upp að Norðurhöfða, og við höfum ekki
svo mikið sem séð bliku af honum!
— Jú, það er í rauninni skiljanlegt,
svaraði Jóhann. — Norðurhöfði skagar
miklu lengra út en landið umhverfis —
og ísbreiðan liggur frá vestri til norð-
austurs, já, virðist jafnvel beinast í há-
norður við Norðurhöfða... En sé það nú
þannig, að hún sé þar alveg landföst, þá
komumst við alls ekki suður á bóginn, og
hver veit svo, hvað langt verður þangað
til leiðin opnast? Kannske verður það
ekki fyrr en eftir eitt eða jafnvel tvö ár.
Ja, guð hjálpi okkur þá!
Það fór hrollur um Jens við tilhugs-
unina. Tvö ár norður í þessum helheim-
um! Og nú var ekki meiri matur eftir í
skipunum en rétt nægði til venjulegrar
heimferðar!
Harðjaxl kom í hægðum sínum upp
reiðann. Þegar hann var kominn það
hátt, að höfuðið á honum var í sömu hæð
og fæturnir á Jens frá Syðra-Skarði,
greip hann í dragreipið á toppseglinu.
Svo las hann sig upp mjótt reipið, urz
þeir Jens og Jóhann sáu í iljar honum.
Þeir litu hvor á annan.
— Hvað ætlar Harðjaxl að gera upp
að stangarhún? spurði Jóhann.
Hai'ðjaxl heyrði svo sem hvað hann
sagði, en hann svaraði ekki einu órði.
Þegar vanda bar að höndum, setti hann
alltaf hljóðan.
— Ég er að hugsa, hafði hann sagt,
þegar félagar hans spurðu hann, hvernig
á því stæði, hve þögull hann yrði, þegar
úr vöndu væri að ráða.
Skipið var nú komið það langt, að
fjaran við Norðurhöfða sást allgreini-
lega. Var auðséð, að ísinn náði alveg upp
að landi. Virtist hann vera ein sam-
felld breiða svo langt norður og vestur,
sem séð varð úr siglutunnunni.
Allt í einu var sagt hægt og rólega
fyrir ofan höfuðin á þeim, Jens og Jó-
hanni:
— Taktu snöggvast eftir, Jóhann. Það
er ekki nokkurt op hér framundan — og
ekki heldur nær landinu... En líttu í
norðvestur. Og nú benti Harðjaxl út
yfir ísbreiðuna. — Þar er dökk rák.
Þarna, sko. Þú mátt ekki horfa neðan við
sjóndeildarhringinn, heldur svolítið ofan
við hann. Sko, það eru svo sem tvær
mílur út að rákinni. Sigldu þangað strax,
og þá komumst við suður yfir. Þetta er
einasta auða rákin í allri djöfulsins
breiðunni. Ég get sagt þér það, að þó
að sá svarti sé sagður illur og bölvaður,
þá er hann ekki verri en hafísinn.
Að svo mæltu renndi hann sér eftir
dragreipinu alla leið niður á þilfar, gekk
aftur á skipið og tók við stýrinu. Þar
stóð hann svo og beið þess, að hann fengi
skipun um að breyta stefnunni.
Jens og Jóhann litu hvor á annan, þeg-
ar Harðjaxl hafði lokið máli sínu, og
hann var ekki fyrr kominn niður á þil—
farið en skipstjórinn sagði: