Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 33
FNJÓSKDÆLA SAGA
79
Gamlir menn sögðu, að mikill skógur
hefði verið í öxiinni fyrir framan Fossá
í Tungulandi. Þar var geitakofi á bú-
skaparárum Bjarna og Kristrúnar. Sá
skógur féll á þessu tímabili og sést nú
ekki á því svæði, en helzt við enn frarnar
í dalnum, þar sem nefnd er Hlíð. Gul-
víðir var mikill í Tungulandi suður á
dalnum; var stundum rifinn víðir, flutt-
ur heim á haustin og hafður til fóðurs
handa kúm á vetrum. Austan í Tunguöxl
var skógur; var hann allur höggvinn til
kola og eytt upp. Sagt var, að sú hafi
verið ástæða til þess, að Kristján, ábú-
andi á Smebj arnarstöðum, hafi stund-
urn höggvið hríslur fyrir utan Enms-
.skálargil, sem þá voru kölluð merki. Var
Kristrún þó búin að lögfesta undir
Tungu allt iandið þangað suður; en áð-
ur voru það munnmæli, að Snæbjarnar-
staðaland hafi náð út á axlarröðina í
Skothúsklauf og beint austur á Steina-
nes. Kristján vildi hafa not af landspildu
þessari og hafði eitt sinn höggvið fjór-
ar skógviðarhríslur úr Tungulandi rétt
norðan við merkin. Kristrúnu líkaði
þetta illa; lét hún þá höggva allan skóg-
inn á því svæði, sem var mjög lítill
-blettur. Fór viður sá aðeins í fjórar kola-
grafir stórar.
52. Frá Benedikt í Tungu o. II.
Benedikt, sonur Bjarna og Kristrúnar
bjó í Tungu eftir foreldra sína. Hann
var vel gefinn maður og skáldmæltur.
Hann trúlofaðist stúlku þeirri, er Jó-
hanna hét; hún var dóttir Árna í Lundi,
og hafði hann eignazt hana, þegar hann
var gamall orðinn. Frá því hún var tíu
ára gömul, hafði hún alizt upp hjá Sig-
urði Guðmundssyni og Margrétu Páls-
dóttur á Snæbjarnarstöðum; var Mar-
grét hálfsystir Árna, föður hennar. Jó-
hanna var fríð stúlka og vel viti borin.
Fór hún frá Snæbjarnarstöðum að
Bakka, og var þá trúlofuð Benedikt.
Guðni Sigurðsson klénsmiður bjó þá á
Baltka; Björg hét kona hans. Hún reri
að því öllum árum að fá Jóhönnu til nð
bregða heiti við Benedikt og taka öðrum
manni, sem Gunnar hét og var sonur
Guðlaugs bónda á Sörlastöðum. Var
Gunnar gjafmildur við Björgu á Bakka
til liðveizlu í meyjarmálunum og gaf
henni talsvert af ull, prjónasaum og pen-
ingum; var kær vinátta með Gunnari og
henni, enda reyndi hún með öllu móti að
gera Jóhönnu fráhverfa Benedikt. Sagði
hún henni meðal annars, að þegar hún
yrði komin í Tungu, mundi hún engu fá
að ráða fyrir ráðríki Kristrúnar og yrði
farið með hana eins og fanga. Á Bakka
var önnur ung vinnukona, sem Jóhanna
Júlíana hét. Fóru þær nöfnur oft á
sunnudögum fram að Sörlastöðum og
sátu þar við spilamennsku fram á nætur,
en Gunnar fylgdi þeim jafnan heim aft-
ur. Vinnumaður var á Bakka, Jónas
Torfason að nafni; hann var vinur Bene-
dikts í Tungu og sagði honum frá hátta-
lagi unga fólksins þar á bæjunum. Hafði
Benedik þá undanfarið orðið var við fá-
leika í sinn garð af hendi unnustu sinn-
ar og skömmu síðar sagði hún skilið við
hann. Tók Benedikt sér þetta mjög nærri
og sá mikið eftir Jóhönnu, en þar sem
hann vissi, að Björg átti mesta sök á
þessu, sneri hann reiði sinni á hana. Um
þetta leyti var hann yfirstöðumaður í
Tungu og einn góðan veðurdag brá hann
sér frá fénu yfir að Bakka; gekk hann
í bæinn allt til baðstofudyra og rnælti
þar fram níðvísur, sem hann hafði ort
um Björgu; voru þær tuttugu og voru
kallaðar pelavísur, því að allar enduðu
þær á sama vísuorðinu: ríksdalur ofj
peli; en tilefni til þessa var það, að sú
saga gekk manna á milli, að Björg hefði
átt að stela ríkisdal og brennivínspela,