Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 39
FNJÓSKDÆLA SAGA 85 Óforþént aðkast manna ekki hans róta kunni spekt; eg' get með eiði sannað, að hann margt gerði sómalegt. Blindu heims börn ei þakka betur en gert þeim er, myrkrið þau meta blakka meir en ljóss fegurðir; menn skyldu hyggja af hinu, hitt mun ei ólaunað, lán og hjálp líka vinnur, í lögum guðs er það. 54. Frá Guðmundi á Belgsá og lólki hans. Guðmundur og Björg Dínusdóttir bjuggu allan sinn búskap á Belgsá. Þau voru í góðum efnum og leituðu fátækir menn oft til þeirra á vorin, þegar bjarg- arskortur var; veittu þau mönnum góða úrlausn, því að æfinlega voru þau birg í búi. Þá bjó í Brúnagerði Páll Guð- mundsson; var hann ómagamaður mik- 111, fékk oft hjálp hjá Guðmundi, en ián- aði honum engi í staðinn. Var á þeim árum alltaf heyjað frá Belgsá í Brúna- gerðislandi. Guðmundur og Björg áttu tvo sonu; hétu þeir Guðmundur og Einar, voru vel gefnir og námfúsir menn og höfðu í æsku mikla löngun til að mennta sig, en á þeim dögum var ekki venja að setja bændasyni til mennta, þótt vel gefnir væru. Þeir bræður gerðu allt sitt til að mennta sig sjálfir; lærðu þeir skrift og reikning tilsagnarlaust að mestu og tókst þaö svo vel, að þeir skrifuðu sæmilega og voru góðir reikningsmenn. Guðmund- ur var líka vel hagorður og sömuleiðis Einar sonur hans, faðir Benedikts hrepp- stjóra á Hálsi í Eyjafirði; allir þeir feðgar voru fjölhæfir gáfumenn. — Björg á Belgsá var búkona með afbrigð- um, dugleg, ráðdeildarsöm og skynsöm: þótti mikið til hennar koma í Fnjóska- dal, enda var hún fyrirmyndar-kona; hún var hagsýn, notaði lítilfjörlegustu hluti til einhvers þarflegs, var mjög sýnt um allan heimilisiðnað og vildi sem minnst kaupa frá útlöndum. Einu sinni fóru synir hennar í kaupstað og keyptu þar pappír, penna og blek. Þegar heim kom, þótti Björgu það óþarfi að kaupa blekið og pennana; sagði hún, að blekið mætti búa til úr sortulyngi, en pennana úr hrafnsfjöðrum; pappírinn þótti henni samt nauðsynlegur. — Einar á Belgsá kvæntist Guðrúnu ólafsdóttur frá Birn- ingsstöðum og fluttist þá Belgsárfólk í Hjaltadal. Hættu gömlu hjónin búskap, en Einar og Guðrún tóku við; bjuggu þau fáein ár í Hjaltadal og vegnaði vel. Guðrún var mesta myndarkona, vinnu- gefin og reglusöm. Þar var og til lieim- iíis ólafur faðir Guðrúnar, vinsæll mað- ur og vel metinn; Guðrúri hét kona hans, vitur kona og laglega hagorð. Sumarið 1843 gekk landfarsóit um Fnjóskadal; lagðist margt fólk í Illuga- staðasókn og nálega á hverjum bæ. Urðu hin mestu vandræði, því að veikin stóð yfir í sex eða sjö vikur um þann tíma, sem heyannir eru mestar á túnum. Var þá hin hagstæðasta tíð, hitar miklir og góð grasspretta. Það sumar dóu átján manneskjur í Illugastaðasókn, og fjórar þeirra voru frá Hjaltadal. Þar dó Einar bóndi, ólafur faðir Guðrúnar, Sigríður Þorláksdóttir, sem áður er getið, og barn Einars og Guðrúnar. — Eftir það bjó Guðrún á hálflendunni, en byggði Jóni bróður sínum frá Hrísgerði hálfa jörð- ina; bjó hann þar í átta ár, flutti þá í Bakkasel og síðar í Lund. Þegar Guðrún hafði verið ekkja i tvö ár, réðst Jónas Gíslason Rafnssonar til hennar fyrir ráðsmann; hann var ungur röskleikamaður og myndarlegur í sjón. Þegar hann hafði verið viku í Hjaltadal, fór hann á sunnudegi út að Sörlastöðimr

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.