Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 22
68 NÝJAR KVÖLDVÖKUR á þá litlum, kringlóttum augunum, en virtist ekki geta áttað sig á því, hvaða skepnur þetta gætu verið, því að hann gerði tvær árangurslausar tilraunir til að rísa upp á afturfæturna. Svo varð hann eins og hálf gremjulegur á svip- inn, sparn framfótunum fast í ísinn og tókst að rísa upp í fulla hæð sína. En varla var hann búinn að ná jafnvæginu, þegar kúla flaug gegnum hausinn á hon- um og hann datt steindauður á ísinn. Tólf tímar voru liðnir frá því, að þeir félagar höfðu skotið björninn. Þeir voru enn á sama jakanum. ísinn hafði borið þá lengra og lengra til hafs, og nú voru þeir komnir úr landsýn. Þeir höfðu eng- ar vistir, og af skotfærum var ekki ann- að eftir en sex skothylki. Engin von var um björg. fsinn var mjög þéttur, og jafnvel Harðjaxl, sem ekki hafði sagt aukatekið orð seinustu tvo sólarhring- ana, lét það nú í ljós, að sér litist ekki á blikuna. Hann hafði drepið teistu og var nú að rífa hana í sig '■— og allt í einu gat hann ekki orða bundizt: — Aldrei hefur mér fundizt, að mér væri jafn viss bani búinn og nú, og við liíég'um víst gera ráð fyrir, að það sé elcki ýkja langt eftir. Ég segi fyrir mig. Ég lifi ekki marga sólarhringana. Hvorugur hinna svaraði. Tímarnir liðu og vorsólin yljaði, þó að ekki væru nú geislarnir heitir þarna norður frá, svona snemma á árinu. Allt í einu kom vindhviða, öld og nist- andi. Eftir stund kom önnur — og ís- kaldur hrollur fór um þá félaga. Það dró fyrir sólu, og allar horfur voru á, að hann væri að ganga í byl. Harðjaxl stóð á íætur, starði sínum dökku sjónum á himininn og sagði: — Sjáið þið! Þarna kemur dauðiun, dauðinn, sem á að veita okkur hvíldina. Síðan tók hann tvær hreindýrshúðir, lagðist niður og sveipaði þeim um sig. En áður en hann dró húðirnar upp yfir höfuð sér, rnælti hann til þeirra félaga sinna: ■— Þið skuluð fara að mínu dæmi — og svo góða nótt! Hvað sem verða kann, þá er ég nú vonlaus. Ef við vöknum ekki aftur til þessa lífs, þá er það mín trú, að við eigum ekki eftir að sjást og spjalla saman — því á annað líf trúi ég ekki. Það hlýtur að vera nóg, að ég devi einu sinni. XVII. Um það bil, sem fór að hvessa, lá eítt af glæsilegustu og traustustu selveiða- skipunum við skörina á ísbreiðunni, sem var norðvestan við Spitzbergen. Skipið var »Berentína«, og var eigandinn Jóhann Troms, skipstjóri á því. Þegar selveiðaskipin létu í haf urn vorið, voru skipstjórarnir beðnir að reyna að komast eftir, hvað orðið mundi hafa af »Framtíðinni« og skipshöfninni á henni. María Schanke hafði sjálf far- ið til hvers einasta af skipstjórunum og fengið loforð um, að þeir skyldu gera hvað þeir gætu til að kornast fyrir um af- drif »Framtíðarinnar«, ef þeir á annað borð kæmu að norðurströnd Spitzbergen. Viðtalið við Jóhann Troms hafði eink- lim orðið Maríu til hughreystingar og vakið hjá henni vonarneista. Sumarið, sem Jóhann hafði verið hjá Stóra-Sigga á »Voninni«, hafði sem sé það óhapp viljað til, að hann hafði orðið fráskila skipinu og orðið að dvelja vetrarlangt norður á Spitzbergen. Jóhann hafði þess vegna látið í ljós við Máríu, að hann teldi nokkra von um, að Jens væri á lífi — og hann hafði lof- að þvi fastlega, að gera allt, sem unnt væri, til þess að bjarga honum. Nú lá þá »Berentína« þarna við skör- ina, og Jóhann var uppi í siglutunnunni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.