Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 13
FNJÓSKDÆLA SAGA 59 þeir fnndu nálgast, eins og hræðilegt ili- viðri. Glaumurinn stóð sem hæst, og hugs- anir ungu flugliðanna og gesta þeirra voru sljóar og þokukenndar, þegar dyrn- ar opnast og tveið liðsforingjar koma í ljós. Úr andlitsdráttum þeirra mátti lesa alvarlegar fyrirætlanir. í kringum þá eru taumlaus ærsl. Ung- ur fyrirliði réttir þeim staup í flýti. Há- vaðinn er lítt þolandi. En skyndilega verður allt hljótt. Menn komast að raun um, að annar komumanna er stórfylkis- höfðinginn. Öllum er nú skiljanlegt, hvernig á þessari heimsókn stendur. Stórfylkishöfðinginn lyftir hendinni og rödd hans var styttingsleg og hörð. »Sérhver fari á sinn stað og sé reiðu- búinn sanistundis. Orustan mikla er þeg- ar hafin. óvinirnir þokast fram«. Djúp þögn fylgdi orðum hans. Svo hélt stórfylkishöfðinginn áfram : »í dögun mun verða gefið merki um framhlaup. Óvinirnir mega ekki komast gegnum herfylkingar okkar. Sérhver verður að berjast, þar til hann fellur eða sigrar«. Einn hinna yngstu flugmanna spyr með lágri röddu: »Og hvenær megum við flugmennirnir snúa aftur til herbúða vorra?« »Ekki á meðan nokkur ykkar getur haldið flugvélinni uppi, og meðan nokk- ur óvinaflugvél sést í loftinu«. Höfðinginn kvaddi' og gekk til dyra. En þar sneri hann sér við og mælti fram hin ódauðlegu orð Nelsons: »England gerir ráð fyrir, að allir geri skyldu sína«. Hurðin féll harkalega að stöfum. Nú ríkti þögnin þar sem áður dunaði há- reystin. Ungu flugmennirnir horfðu hvér á annan, þar til einn þeirra rauf þögn- ina og sagði: »Já, þakka ykkur nú fyrir. Á fætur klukkan fimm!« Annar flugmaður greip glasið sitt og hrópaði: »Heill og hamingju!« En einn hinna yngstu flugmanna lædd- ist út. Fölur og örvæntingarfullur skim- aði hann í kringum sig. Hann vissi, að þetta var dauðadómur, og þó var hann enn svo ungur. Óttinn við dauðann kom óvörum yfir hann. Hann féll til jarðar og kjökraði eins og barn. Jeannine hafði séð hann fara. Tilfinn- inganæmt hjarta hennar skildi, hvað gerðist i sál hans, og þegar hún kom að honum, þar sem hann lá, beygði hún sig yfir hann til þess að hughreysta hann. »Jeannine«, kjökraði ungi flugmaður- inn. »Ég veit að þetta er dauðadómur okkar«. »Verið hughraustur, — þá gengur allt vek, sagði Jeannine. Svo mikilli samúð andaði frá orðum hennar, að ungi maðurinn leit upp og horfði á hana gegnum tárin. »Hugsið til félaga yðar«, bætti Jean- nine við. En henni var líka heitt um hjartaræt- urnar og barðist við grátinn, meðan hún reyndi að telja kjark í hinn. í garðshorninu skammt frá þeim stóð dýrlingsmyndin, þar sem hún sjálf leit- aði hugsvölunar. Hún féll þar niður og bað heitar en nokkru sinni fyrr. En auk unga flugmannsins var annar nærstaddur, sem hafði séð og heyrt, hvernig unga stúlkan, sem sjálf var í raun og veru barn, reyndi að blása öðr- um kjarki í brjóst, og hafði með móður- legri viðkvæmni tekið höfuð unga flug- mannsins í skaut sér. Og nú heyrði hann hina áköfu bæn s*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.