Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 44
90
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
gáfn, sem þó sé viö alþýðu hæfi, af öll-
um hinum merkari fornritum vorum.
Veröur þetta langfullkomnasta safn, sem
enn hefir verið gefið út af fornritum
vorum í einu lagi og er jafnframt hið
bezta til alls vandað um prentun og
frágang. útgáfa Sigurðar Kristjánsson-
ar af íslendingasögunum var mjög vinsæl
og með þökkum þegin á sínum tíma,
þó að hun væri ekki nema texta-útgáfa,
enda bætti hún úr þeirri brýnu þörf, sem
var orðin á því að fara að kynna þjóð-
inni sögurnar á ný, eftir að handritin,
sem áður gengu manna á meðal, voru
farin að týna tölunni, og orðið all-eríitt
að ná í sumar sögurnar í handhægum
útgáfum. En hvorttveggja var, að ýms
fornrit önnur voru þá heldur ekki til i
ódýrum og aðgengilegum útgáfum, enda
samir oss það ekki íslendingum, að sýna
ekki þessum dýrmæta bókmennta-arfi vor-
um, fornritunum, einhvern sóma, á borð
við það, sem jafnvel hefir verið gert með
framandi þjóðum, sem sumar hverjar
hafa átt prýðilegri útgáfur af íslendinga-
sögunum, en vér.
Auk íslendingasagnanna og þátta er
einnig áformað að komi í ritsafni þessu:
Noregskonungasögur, fornaldarsögur
Norðurlanda, biskupasögur, riddarasög-
ur, fornar þýðingar og kveðskapur, í einu
orði sagt, allt hið merkasta í bókmennt-
urn íslendinga fyrir 1400. Verður saminn
rækilegur inngangur að hverju riti, þar
sem gerð verður skilmerkileg grein fyrir
stöðu þess í bókmenntum, heimildargildi
þess og listagildi. Auk þess eiga að
fylgja hverju bindi skýringar torskilinna
orða og hugmynda, athugasemdir um
forna siði og menning, túnatal og sögu-
leg sannindi, ættartölutöflur, nafnaskrár,
myndir og kort af sögustöðunum o. s.
frv. Nærri má geta að slík útgáfa er ekk-
ert áhlaupaverk og verður vel til hennar
að efna, enda ætlar Sigurður Nordal, sem
mun vera aðal útgáfustjórinn, að ferðast
um öll sögusvæðin og rannsaka þau eftir
föngum, en ýmsir hinna yngri og efni-
legri fræðimanna vorra munu leggja
hönd að verkinu.
Fyrirtækinu var hrundið af stað í
fyrstu með samskotafé, sem er nú þegar
nægilegt fyrir hendi, til þess að gefa út
fjögur bindi, auk þess fær það allrífleg-
an styrk frá alþingi, um 150 kr. á örk,
sem ætlazt er til að stuðli að því, að unt
verði að selja útgáfubækurnar með þeim
mun vægara verði. Búizt er við svo góð-
um undirtektum almennings að fyrir-
tækið geti síðar meir borið sig sjálft
með kaupendafjölda.
Egils saga Skallagrímssonar fer þá
fyrst úr hlaði í útgáfu d'r. Nordals og
má segja að valinn fræðimaður fjalli þar
um valið rit. Er útgáfan í heild sinni svo
úr garði ger að öllum frágangi, að til
fyrirmyndar má verða öllu, sem á eftir
kemur. Egill Skallagrímsson, óður hans
og afrek, standa hjarta nær íslenzkri al-
þýðu, svo eigi þarf um það að fjölyröa.
Tvískiftingin milli harðvítugrar lífsbar-
áttunnar og Iistarinnar, ribbaldaleg her-
mennskuhneigð og skapharka, sem þ > er
rík af gáfum og á til brotfleti þar sem
glitrar í andlega fjársjóðu — er saga
íslendinga að fornu og nýju, og þess-
vegna hafa íslendingar jafnan hyllt
Egil, sem hans réttbornir niðjar. Mun
því verða tekið með eindregnum fögnuði
að fá svo prýðilega útgáfu af Egilssögu,
sem nú er fyrir hendi. Formáli Nordals
er í raun og veru heilt rit út af fyrir sig,
. röskar 100 bls. Hefir margt áður verið
ritað af miklum lærdómi um Egilssögu,
en hér er það allt lagt á metaskálarnar
og vegur Nordal hin eldri rök hvert á
móti öðru með sinni alkunnu, innsæju
skarpskyggni og vísindalegu vandvirkni
og varpar sumstaðar alveg nýju ljósi yf-
ir viðfangsefnin svo að niðurstaðan verð-