Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 61 hljóp hann til baka, faðmaði hana enn einu sinni að sér og hljóp síðan að flug- vél sinni. Hann var rétt setztur í hana, þegar merkið var gefið. Félagar hans kölluðu nokkur kveðju- orð hver til annars. En þegar Blythe leit niður, stóð Jeannine á grasfletinum og veifaði hendinni til kveðju. Hann kall- aði til hennar: »Jeannine — — ég kem aftur. Hvað, sem fyrir kemur, þá kem ég aftur. Vélarnar tóku að ganga og hvinurinn í skrúfunum yfirgnæfði allan annan skarkala. iSjö hernaðarflugvélar þutu eftir grasfletinum og hófu sig upp í blá- djúpan geiminn, stoltar og hátignarleg- ar, leitandi að ósýnilegum óvinum. Jeannine stóð kyrr og mændi eftir þeim, meðan hægt var að koma auga á þær sem lítinn depil úti í víðáttunni. Það var eins og opið, botnlaust ginnungagap hefði gleypt elskuhuga hennar. útgrátin og varla með sjálfrrfsér ráfaði hún inn í þorpið, en hjartað var að því komið að bresta. Örvinglun og örvænting ríktu í þorp- inu. Þorpsstjórinn hafði fengið skipun um að láta íbúana flýja heimili sín. ó- vinirnir sækja fram. Nálægsta þorpið hafa þeir brennt, og innan fárra stunda mundi röðin koma að þessum friðsam- lega stað, þar sem margir ættliðir höfðu búið og starfað hver fram af öðrum. Veslings fólkið, sem innan lítillar stundar varð að hverfa frá heimilum sínum, var örvita. Bumbusveinn þorpsins hvatti það með bumbuslætti til að hraða sér, áður en það yrði um seinan. íbúar þessa dauðadæmda þorps ráf- uðu nú eftir umrótuðum vegum á fund óþekktra örlaga með helztu lífsnauð- synjar sínar og ungbörnin í hjólbörum, og nokkrir með einstaka húsdýr með- ferðis. Frú Berthelot hefur líka mátt yfirgefa hús sitt í flaustri. Jeannine vildi ekki fara. Hún grátbað að lofa sér að vera eftir. Það var Philip, unnusti hennar, sem hún var að hugsa um. Hvar mundi hann finna hana eða hún hann, ef hún færi héðan? Því að hann hlaut að koma aftur, því trúði hún statt og stöðugt. Hún hélt dauðahaldi í þá von. Síðustu kveðjuorð hans hljómuðu enn í eyrum hennar: »Jeannine, ég kem aftur, hvað sem fyrir kemur«. Að skoðun litlu, hugprúðu, frönsku stúlkunnar, var þetta ekki einungis lof- orð, heldur var það helgur sáttmáli, sem hlaut að verða haldinn. Að unnusti henn- ar yrði tekinn frá henni, að ástarham- ingja liehnar væri um garð gengin á þessu eina kvöldi, þessari einu nótt, því gat hún ekki, •— og því vildi hún ekki trúa, því að hann hlaut að koma aftur, hann mundi snúa aftur hraustur og heill og vefja hana örmum og nefna nafn hennar með röddinni unaðslegu, enn á ný, jafn innilega og hann hafði gert þessa sorglega stuttu stund, áður en hann fór. Frú Berthelot varð að draga hana nauðuga með sér. Tárin streymdu niður vanga vesalings Jeannine, og hún var annað veifið að líta um öxl, eins og hún vænti þess sífellt, að Philip kæmi þá og þegar í ljós uppi í loftinu og væri að sækja hana. Áfram, áfram liðast þessi ömurlega lest, sem riðlast öðru hvoru, er. hún mætir herdeildum, skotfæravögnum eða Rauðakrossbifréiðum. Lestin er hræri- grautur vonlausra einstaklinga, sem heldur eftir sundurgröfnum vegúm, stöðvuð af sprengjugrófum og ógnað af flugmönnum óvinaþjóðanna, því að skarkali flugvéla þeirra ómar sem grinmiileg hótun í eyrum hins óham- ingjusama ferðafólks.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.