Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 46
92 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nauðsynlegt* við rit eins og þetta og til mestu þæginda fyrir þá sem kunna að þurfa að nota sáfnið síðar. Jónas Rafn- ar læknir hefir búið sögurnar uridir prentun, lagfært málfar á þeim, þar sem þess þurfti við og bætt inn í þær ýms.um fróðleik og upplýsingum, þar sem íull- komnara þótti. Auðvitað er, aö í slíku riti, sem er einskonar samtíningur úr ýmsum áttum, hlýtur efnið að verða mjög misjafnt að innihaldi og gæðum og verður hér ekki rúm til að fara út í sögur af einstökum mönnum. En benda má á ýmsa þætti af einkennilegum mönnum, sem eru að mörgu leyti sérstæðar í okkar bókmennt- um, svo sem þátturinn af Sveini á Þröm, Friðrik í Kálfagerði og Eiríki á Þurs- stöðum. Bréf Jóns Jónssonar frá Hlíð- arendakoti er líka hreinasta gersemi í sinni röð og ef til vill eitthvað hið merki- legasta í öllu safninu, og æfintýrasögur Baldvins Jónatanssonar standa fyllilega jafnfætis mörgu því, sem ritað er sam- kyns í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Yfirleitt eru sögurnar vel skrifáðar og sumar ágætlega á kjarngóðu og blæfögru sveitamáli. Gríma er m'jög vinsæl af al- þýðu manna, enda á hún það fyllilega skilið. B. K. Saga Ugluspegils. fónas Rafnar þýddí. 7. Vinnumennskan á Plankastöðum. í Brúnsvíkurrlandi var þorp, sem katl- að var Plankastaðir. Þegar Ugluspegill var unglingur, réði hann sig í vinnu- mennsku til prestsins í þorpi þessu. Sagði prestur honurn, að hann skyldi eiga eins gott í mat og drykk eins og hann sjálfur og vinnukona hans, sem var eineygð. Lét Ugluspegill sér það vel líka. Fyrsta dag- inn, sem hann var þar, fékk vinnukonan honum tvær hænur, sagði honum að reita þær, setjast við arininn og steikja þær á teini. Gerði Ugluspegill það með mestu vandvirkni, en þegar hænurnar voru full- steiktar, fór hann að tala við sjálfan sig á þessa leið: »Þegar presturinn réði mig til síri, sagði hann að eg skyldi eiga ei;is gott í mat og drykk eins og hann og griðkan. Hér eru nú tvær hænur til mat- ar, en við erum þrjú; það er þvi hætt við að eg verði afskiftur, ef eg tek-ekki ráð í • tíma og borða minn part á undan hin- um«. Síðan settist hann að hænunni og át allt kjöt að beinum. Þegar komið var að matartíma, kom eineygða vinnukonan til að hella sósu á steikiná. Sá hún að ekki var nema ein hæna á teininum og spurði: »Hænurnar voru tvær; hvað er orðið af annari ?« Ugluspegill svaraði: »Glenntu upp hina glyrnuna, þá sérðu þær báðar«. Þá reidd- ist vinnukonan, hljóp til prestsins og bar sig upp um það við hann, að Ugluspegill hefði gert gys að einsýni hennar; sömu- leiðis hefði hún skipað honum að steikja tvær hænur við arineldinn, en þegar hún hefði komið að, hefði aðeins örinur þeirra verið eftir á teininum. Presturinn kom þá inn í eldhúsið til Ugluspegils og mælti: »Hvað á það að þýða, að gera gys að vinnukonunni minni? Svo sé ég, að það er ekki nema ein hæna á teininum, en þó voru þær tvær«. »Já, þær voru tvær«, svaraði Ugluspegill«. »Hvað er þá orðið af hinni«, spurði prestur. »Það er eirimitt hún«, svaraði Ugluspegill, »sem er á tein- inum. Opnið þér bæði augun og þá sjáið þér hana. Eg sagði þetta sama við griðk- una, en þá stökk hún upp á nef sér«. Þá hló prestur og mælti: »Það er ekki von að hún geti það, því að hún hefir ekki nema

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.