Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 9
ÞEGAR SÝRINGARNIR BLÓMGAST'. 55 lega og grætur með þeim, þegar eitthvert sætið við borðið verður autt. Því að þótt sjö fari upp að morgni, koma þeir ekki æfinlega sjö heim að kvöldi. En talan er samt alltaf hin sama, þvíað nýr flugmað- ur kemur í stað hins dauða. Þú í dag — ég á morgun! Hér, þar sem lifað er í samfélagi við dauðann, geta menn að vísu grátið yfir líki fallins félaga, en menn hafa ekki tíma til að sökkva sér niður í þunglyndi. Maður tæmir aðeins einn bikar í minningu hans, brýtur gias honum til heiðurs og lætur brotin upp á hilluna hjá hinum, sem áður hafa verið brotin. Mörg brotin glös eru á minninga- hillu flugmannanna. En hver hugsar um dauðann, meðan hann er ungur og sýr- ingarnir blómgast og ilma? Jú, — Jeannine hugsar um hann. Oft, þegar þessi litla húsmóðir og tryggi fé- lagi, kátastur hinna kátu, með fjörlegu augun og giettnisbrosið, horfir á vini sína sveima um loftið, þegar hún sér þá elta óvinina fliúgandi eða vera sjálfa elta af þeim í þessum sára, vægðarlausa ófriði, — þá berst hjarta hennar, og hræðslan þrengir að kverkum hennar. Þá gengur hún út í garðinn og krýpiir frammi fyrir gömlu dýrlingsmyndinni, meðan sýringarnir láta hvít blómblöð sín falla yfir meðaumkunarfulla ásjónu myndarinriar. Og hér mælir hún fram bænarorðin: »Góða Jeanne d’Ark, — þú, sem ert verndargyðja hugprúðra her- manna. Skilaðu þeim öllum heilum aft- ur«. En í dag verður sá atburður, samt sem áður, að einn hinna hugprúðu kem- ur ekki aftur. Flugvél hans hrapar 3og- andi til jarðar, og undan rústum hennar draga félagarnir líkama hans kolbrunn- inn og mölbrotinn. Veslings drengurinn! Þetta var svo hraustur og fjörugur piltur. Það var dauft yfir kvöldborðinu. Jeannine græt- ur, þegar hún er ein, og allir félagarnir horfa þungbúnir ofan í glösin sín. En eitthvað verður að taka til bragðs. Jeannine finnur ekki annað ráð betra, en að mála á sig yfirskegg og káma út andlit sitt, aðeins til að fá drengina til að hlægja. En það hlær enginn, og Jean- nine sjálf brosir með grátinn í kverkun- um. Dag nokkurn kemur svo hinn nýi nr. 7. Jeannine hefur verið ú'ti í skúrnum, þar sem flugvélarnar eru athugaðar. Lít- ilfjörleg bilun einhverstaðar áflugvélinni getur verið örlagaþrungin, svo athug- unin er starf, sem vinna þarf af ná- kvæmni. Menn kæra sig ekki um að hafa kvenfólk hjá sér, er þeir eru í því annriki, og Jeannine klæðist jgömlum flugmannabúningi til þess að geta smog- ið inn og horft á það sem fram fer, án þess að henni sé veitt athygli. En vél- fræðingarnir eru alls eigi skemmtilegir. Sérstaklega er Mike, langi vélfræðing- urinn, óánægður með að vera truflaður og skvettir óhreinni olíu beint í andlit Jeannine. Ó, þessi Mike er mesta hrekkjatól, rösklegur piltur frá Whitechapel, sem hvorki er hræddur við að segja laglegri stúlku meiningu sína, rié henda gaman að henni. »Komdu hingað, þá skal ég hjálpa þér«, kallar hann ofan úr flugvélinni. Og hann tekur fægiklút, svartan sem hnetukol frá Wales, og þurrkar Jeannine með honum, óvægilega. Drembilega virð- ir hann fyrir sér verk sitt. »Svona, nú ert þú aftur orðin falleg«, segir Mike glottandi. »Þakka þér fyrir«, segir Jeannine grunlaus og stekkur ofan úr flugvélinni. Hún er eins og negrastelpa ásýndum, og þegar húh gengur út úr skúrnum, skilur hún ekkert í hlátursköllum vélfræðing- anna, sem hljóma á eftir henni.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.