Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 12
58
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Það heyrist óp og brak — og flugvélin
steypist yfir sig.
Hjartað staðnæmist í brjóstum allva.
Öllum þykir svo einkar vænt um Jean-
nine, og allir hugsa með kvíða og hryll-
ingi um aðkomuna. En fölastur þeirra
allra er óvinúr hennar, Blythe flugiiðs-
foringi, sem þýtur nú á vettvang í
broddi fylkingar.
í rústum flugvélarinnar liggur Jean-
nine meðvitundarlaus, en virðist þó vera
ómeidd. Og Blythe krýpur niður og tek-
ur hinn litla líkama með varfærni og
umhyggju í faðm sér.
Er það ylurinn frá titrandi hjarta
hans, sem vekur hana til meðvitundar
af tur ?
Hún opnar augun og lítur kringum sig,
eins og hún skilji ekki, hvað fyrir hefur
komið. Hún sér fjölda manna, setn
beygja sig yíir hana, en hún mætir að-
eins augum eins þeirra, og þau eru
kvíðafull og harmþrungin.
»Jeannine, Jeannine«, hvíslar hann og
þrýstir henni að sér.
Og rödd hans, sem venjulega er föst
og ákveðin, er nú mjúk og titrar af
geðshræringu.
Jeannine finnst þessi stund, er hún
hvílir í örmum óvinar síns, hin sælurík-
asta, er hún hefur lifað. Hún brosir við
honum, eins og vilji hún með því hug-
hi’eysta óvin sinn. Henni líður nú betur
en nokkurntíma áður.
Og bros hennar hefur undraverð áhrif
á Blythe. IJann brosir líka nú, þótt hann
sitji hér í rústum flugvélar sinnar.
»Hvar er Blythe flugliðsforingi?« er
spurt djúpri röddu. Það er Blythe hers-
höfðingi, faðir flugliðsforingjans, sem er
kominn frá París til að heimsækja hann,
og finnur hann nú í þessum einkennilegu
kringumstæðum, með litla bændastúlku í
fanginu, innan um brotin úr flugvélinni.
En enginn verður þó meir hissa en ung
stúlka, sem er í för með hershöfðingjau-
um, fínleg hefðarmey að áliti Jeannine,
en sem henni geðjast ósjálfrátt ekki að.
»Ætlarðu ekki að kyssa unnustu þína?«
segir hershöfðinginn. »Ég tók hana með
mér frá París, því að ég hugði, að þú
vildir gjarna sjá hana«.
Unnusta hans! Jeannine rekur upp
stór augu. Nei, þau verða svo innilega
raunamædd, hversvegna — ja, hvernig
ætti hún að vita það? Vangar heriiiar,
sem voru í þann veginn að fá sinn eðli-
lega blæ, verða nú fölir.
Veslings Jeannine! Enginn verður þess
var, að hún gengur alein heimleiðis í
döpíum hug. Veslings Jeannine, sem
verður svo raunamædd, af því að hún
hefur komizt að því, að óvinur hennar
á unnustu í París.
Þeir, sem teningunum köstuðu um líf-
ið og dauðann bak við víglínurnar, taka
nú aftur föstum tökum á hjóli sögunn-
ar. Það voru örlög þjóðflokkanna, sem
átti að útkljá. Það er aðeins þrýst á
hnapp, og miljónirnar þyrpast saman til
síðasta æðisgengna bardagans um líf eða
dauða.
En enginn maður í litla þorpinu Noil-
ly-les-Bources hafði hinn minnsta grun.
Margir þeirra, sem á morgun skyldu
finnast drepnir, sundurtættir, slitnir í
smáhluta eða kæfðir af eiturgasi, nutu
augnabliksins í órórri þrá eftir að mega
lifa lífinu sém .bezt, meðan tíminn leyfði.
Allir þessir menn, beggja megin við
skotgrafirnar, með taugarnar spenntar
af æsingu, sökktu sér niðrir í ölvun
taumlausra lífsnautna.
Kvöldið fyrir áhlaupið mikla var veg-
leg veizla haldin hjá flugmönnunum í
Noilly-les- Bources. Vínið flaut í s’traum-
um, og í þrotlausum ærslum reyndu þeir
að gleyma tilhugsuninni um það, sem