Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 35
FNJÓSKDÆLA SAGA
81
lagaleiðina, heldur svæfa það niður. Fór
hann þá að Sörlastöðum og skýrði Guð-
laugi gamla frá, hver valdur væri að
hnuplinu. Þá grét gamli maðu.rinn yfir
óknyttum sonar síns, en verst af öllu
þótti honum það, að þenna sama morg-
un hafði hann sent Benedikt son sinn
at' stað austur í Reykjadal til þess að
finna þar gamlan karl, sem orðlagðar
var fyrir það að koma upp um þjcfa.
Sagði hann presti frá þessu, en prestur
ávitaði hann fyrir að leggja trúnað á
híndurvitni og hégóma, skipaði honum
aö setja góðan hest undir Kristján son
sinn og senda hann undir eins á eftir
Benedikt. Svo vel vildi til, að Kristján
Guðlaugsson átti afbragðsgóðan reið-
hest; fór hann samstundis af stað, náði
Benedikt, sem var gangandi, og sneri
honum við. En það er af Gunnari að
segja, að prestur hélt yfir honum þunga
áminningarræðu og rak faðir hans líann
eftir það burt af heimilinu. Var hann þá
vegalaus; vildu bændur í nágrenninu
ekki taka hann, en Guðlaugur á Stein-
kirkju kenndi í brjósti um hann og tók
hann fyrir vinnumann. Þaðan fór Gunn-
ar austur á land og er hann úr sögunni.
Eftir þetta fór prestur aftur að Balcka
og skipaði Björgu að skila aftur þýfinu;
kvaðst hún þá hafa brennt allan prjóna-
sauminn og ullina. Var prestur tregur
til að trúa því, en hún stóð á því fastar
en fótunum og sagðist hafa gert það, á
meðan hann hefði verið á Sörlastöðum.
Þótti presti það óþarft verk, en þar um
varð engu þokað; var hann þungyrtur
við Björgu, bæði fyrir þetta og afskifti
hennar af trúlofun þeirra Benedikts og
Jóhönnu. Að síðustu talaði hann við
Jóhönnu, lagði fast að henni að taka
Benedikt í sátt við sig aftur og reyndi
að leiða henni fyrir sjónir, hve mikils
hún missti við að svíkja hann. En hún
var orðin Benedikt alveg fráhverf og
hafði að engu fortölur prests. Kvaðst
hún helzt af öllu vilja fara burt úr daln-
um, úr því sem komið væri, enda gerði
hún það skömmu síðar. Fór hún til
Eyjafjarðar, gíftist síðar manni þehu,
er Jónas hét, og bjuggu þau í Torfum.
Eftir þetta kvæntist Benedikt Björgu
Jónsdóttur frá Grjótárgerði. Bjuggu þau
fyrst tvö ár í Brúnagerði, en síðan fluttu
þau í Tungu og bjuggu þar á meðan
Benedikt lifði. — Björg giftist síðar
Jónatan á Þórðarstöðum.
Guðni sá, sem getið er um hér aö
framan, að búið hafi á Bakka, var son-
ur Sigurðar Guðmundssonar á Snæ-
bjarnarstööum og Margrétar Pálsdóttur
frá Sörlastöðum, sem var systir Þórðar
á Kjarna. Guðni ólst upp hjá foreldrum
sínum og lærði járnsmíði á Akureyri;
hann var mikilvirkur smiður og dugleg-
ur. Hann var þríkvæntur; hét fyrsta
kona hans Björg og bjó hann með henni
á Bakka. Hún var vel gefin kona og
dugleg, varð ekki gömul og dó veikinda-
árið mikla 1843, rúmlega þrítug. Önnur
kona Guðna hét María. Þriðja kona hans
hét Björg, eins og sú fyrsta, og var hann
gamall orðinn, þegar hann kvæntist
henni. Var hann þá aftur kominn í
Fnjóskadal, en hafði þá um langt skeið
búið á ýmsum stöðum og lent í margs-
konar æfintýrum og mannraunum. Þótt
aldur færðist yfir hann, var starfsþol
hans mikið; smíðaði hann á vetrum ým-
islegt fyrir bændur, svo sem Ijái og
hestajárn, og var hann við þá iðju á
ýmsum bæjum. — Eitt sinn var Guðni
á Snæbjarnarstöðum. Þá var söguritar-
inn barn að aldri og þótt honum vænt
um karlinn, því að hann sagði sögur og
æfintýri á kvöldin; mest voru það þjóð-
sögur um álfa og drauga, en auk þess
ýmsar frásagnir um gamla menn og kon-
ur. Sumt af þessu var allmerkilegt að
því leyti, að það lýsti háttsemi og hugs-
11