Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 29
OG HANN SVEIF YFIR SÆ... 75 — Ja, svo sannarlega hefur hann rétt fyrir sér. Hann hefur séð það, sem við sáum ekki. En fjárinn þakki hönum það! Hann hefur aldrei gert annað en að glápa á hafísinn! Jóhann kallaði niður á þilfarið: — Víktu henni norður á bóginn... Svona, svona! Gott eins og fer! Harðjaxl sagði við sjálfan sig og brosti í kampinn — og svo var sem birtu brygði yfir óhreint andlitið: — Ég hef einhverstaðar lesið það, að allir miklir menn séu fáorðir. Og Jens og' Jóhann tautuðu fyrir munni sér: — Hann er ekki svo vitlaus, hann Harðjaxl! Skipstjórinn á »Hortensíu« sá það hálftíma seinna en þeir á »Berentínu«, að hann komst ekki fram hjá Norður- höfða með sömu stefnu og áður. Fór hann þá þegar að dæmi Jóhanns Troms. Þó að Jóhannes Nílsen væri gamall og reyndur, þá hafði hann ekki frekar en hinir skipstjórarnir séð þá leið út úr úlfakreppunni, sem Harðjaxl hafði þeg- ar í stað uppgötvað. Þegar þeir komu þangað, sem Harð- jaxl hafði bent þeim á, að fært mundi vera gegnum ísinn, sýndi það sig, að þar var auð rák. En svo var hún mjó og krókótt, að Harðjaxl, sem var við stýrið, mátti hafa sig allan við. Eftir svo sem hálftíma siglingu gegnum ísbreiðuna, bogaði svitinn niður nefið á honum, sem var geysihátt og mikið um sig. Oft rakst skipið á jaka — eða á neð- ansjávarútskot frá ísnum fram með rák- inni. Stundum stöðvaðist skútan alveg, en alltaf losnaði hún — og smátt og smátt miðaði henni áfram. Loks slapp hún út úr ísnum — og með öllu til tjöld- uðu var nú siglt suður á bóginn. Einn af hásetunum tók við stjórninni, og Harðjaxl gekk hægur og rólegur fram í hásetaklefann. Hann tók stóra könnu og hellti í hana kaffi — og áður en varði var hann kominn í alveg sérlega gott skap. Hann upphóf sína raust og söng svo hátt, að Jóhann Troms tók sjón- aukann frá augum sér og sagði: -— Hvað er nú þetta? Það er eins og hæsta og ferlegasta bjarndýrsöskur! Það er þó víst ekki lifandi hvítabjörn hér á skipinu? En þó að Jóhann segði nú þetta, þá mátti svo sem greina orðaskil hjá honum Harðjaxl: Fram til orustu ættjarðar niðjar! Upp á vígbjartri herfrægðar stund! Mót oss helkaldra harðstjómarviðja hefjast gunnfánar dreyrgir of grund. heyrið vígdunur hraegrimmra fjanda. Húsfeður yðar og niðja þeir að brytja niður bitrum geir búast óðir milli yðar handa. Því landar, fylkið fljótt og fjandmenn höggvum skjótt! Á storð, á storð sem steypiflóð skal streyma níðingsblóð! Jens frá Syðra-Skarði mælti: — Nú, úr því að svona liggur á hon- um Harðjaxl, þá er öllu óhætt. Hann finnur það nokkuð á sér, hvað hafísnum líður. Eftir fjögurra sólarhringa siglingu í æsibyr, voru skipin komin á móts við Konungsflóa. Þau sluppu fyrir Karls- höfða, og þá sáu skipverjar hafísinn 1 seinasta sinn á haustinu. XIX. Það var dag einn, haustið eftir að Jens og félagar hans dvöldu á Spitzbergen. María Schanke sat í snotru herbergi í húsi því, sem henni hafði verið geíið í brúðargjöf. Á gólfinu stóð vagga, og í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.