Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 17
ÞEGAR SÝRINGARNIR BLÓMGAST. 63 liðsforingi fyrir valinu. Það er líkast því að maður heyri vígamóðinn hlakka í þeim, þegar þeir fljúga saman. Með samanbitnum tönnum og strengdum taugum vaka þeir yfir sérhverri hreyf- ingu hvors annars. Það má langa stund ekki á rnilli sjá. Þeir strjúkast hvor fram hjá öðrum og leitast við að hafa benzin- geyma flugvélanna að skotspæni. Og að lokum hafa báðar flugvélarnar fengið sitt banasár og steypast logandi til jarð- ar. Einmana kvenmaður kemur reikandi eftir þjóðveginum, lítil, yfirgefin stúlka, sem veit naumast sjálf, hvert leið henn- ar liggur. En einhverstaðar úti í fjar- lægðinni leita augu hennar að ákveðnu marki. Hún staðnæmist snögglega. Á jörðinni framundan henni liggja rústir af flugvél. Náföl, með starandi, ótta- blöndnu augnaráði nálgast hún þær og þrýstir höndunum að hjarta sér. Hún hefur þekkt töluna á flugvélinni, tölu Blythes flugliðsforingja. Hún sér hönd seilast út úr flugvél- inni, blóðuga hönd. Hún beygir sig og sér þar blóðugan, limlestan líkama. Það er Philip. Hann lifir! Ó, nú lýkur hann upp augunum og horfir með örvæntingu í kringum sig. Svo mætir hann augum Jeannine fló- . andi í tárum. Hvort þetta er draumur eða veruleiki, veit hann ekki. En þó hvíslar hann: »Loforð mitt hélt ég«. Síðan missir hann meðvitundina. Jeannine reynir að rífa svo til í flug- vélaflakinu, að hún geti hjálpað elsk- huga sínurn út, en kraftar hennar megna lítils. Hún kemst þó svo langt, að hún getur náð höfði hans í faðm sér og kysst það án afláts. »Philip, elskan mín!« stynur hún. »Segðu, að þú þekkir mig. Segðu að þú viljir lifa fyrir mig, -— fyrir ást okkar«. En Philip svarar ekki. Hann virðist vera að dauða kominn. Blóð vætlar í sí- fellu úr sári á höfði hans, ofan á brotna vængi flugvélarinnar. Sjúkravagnalest nálgast staðinn. Jean- nine veifar og kallar, en þeir heyra auð- sjáanlega ekki til hennar. Eða þeir álíta, að hér, þar sem dauði og tortíming ríkir, svari ekki kostnaði að nema staðar vegna eins einasta flugmanns. Vagnarnir aka framhjá, hver á eftir öðrum, þrátt fyrir örvæntingaróp henn- ar. Þá hleypur hún af stað fram fyrir einn sjúkravagninn og skeytir engu um, þótt liæglega gæti hann marið hana und- ir hjólunum. Hún kastar sér yfir kælinn og þving- ar vagninn til að stanza. Ekillinn fer of- an úr vagninum með auðsærri tregðu, og með aðstoð félaga síns dregur hann særða manninn út úr flugvélinni. Hinum megin við veginn stendur yfir- gefið hús. »ó«, grátbiður Jeannine, »berið- hann þarna inn, ég skal hjúkra honum, gerið það, — þetta er hann Philip minn, skilj- ið þið,------minn«. Hún grætur og reynir að hindra það, að þeir setji hann í sjúkravagninn. En þeir hrinda henni óvægilega frá sér. »Hann er of hætt kominn til þess, að þér getið annazt hann«, segja mennirnir. »Eigi hann að geta lifað, þarf hann læknisaðgerð strax«. »Leyfið mér þá að komast með«. »Nei, hér er ekki rúm fyrir heil- brigða«. Að svo mæltu aka þeir bifreiðinni af stað. »Æ, segið mér þá, hvert þið farið með hann«. »í þessu fjandans umróti veit enginn,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.