Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 32
78
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
halda sínu fram og hlífði þá ekki Krisfc-
jáni bróður sínum, sem oftast varð fyrir
svörum. Björn og Kristrún áttu betur
skap saman og var kært með þeim syst-
kinum alla æfi. — Bjarni lét konu sína
ráða öllu, enda var sambúð þeirra hin
alúðlegasta. Fjárhagur þeirra blómgaðist
vel og alla furðaði á því, hve margt
sauðfé framfleyttist í Tungu á þeim ár-
um, þótt heyskapur væri lítill. Þó voru
afnot fjárins góð, ær mjólkuðu vel og
sauðir mörvuðust ágætlega. Hafði Bjarni
bóndi mikið tólgar-innlegg; náði það
stundum þrem vættum. Aldrei var breytt
um fjárkyn, en hrútar aldir upp undan
beztu mjólkuránum. Einu sinni vildi
Benedikt sonur þeirra kaupa kynbóta-
hrúta að austan, en Kristrún vildi það
ekki; sagði hún að það yrði ekki til bóta,
eða að minnsta kosti yrði að ætla fénu
meira fóður, ef breytt væri um kyn; en
hrútaskifti mætti hafa við næstu ná-
granna, ef hætta væri á að féð yrði of
skylt. — Sauðfé í Tungu og víðar í daln-
um var af dalakyni; það var höfuðstórt,
oftast með hörkusvip, fremur hálsstutt,
bógaþykkt, bringan stutt og útskotin oft-
ast, bakið beint, síðurnar niðursloppnar,
í meðallagi vambsítt; það var háfætt, oft
með féfjöður á snoppu, kvikt í bragði
og blés hátt, þegar það mætti styggð;
fremur var það feitlagið og ágætlega lag-
að til mjólkur.
Það var venja þeirra Tunguhjóna að
taka á sumrin út í kaupstað allt það,
sem til búsins þurfti á því ári, og flytja
heim. Var ekki keypt meira af kornmat
til ársins en tveir hestburðir, eitt kvartil
af púðursykri og annað af brennivíni,
lítið eitt af kaffi og fáein pund af kand-
íssykri, járn og salt eftir þörfum. Bjarní
lét vinnumann sinn fara með sér í kaup-
staðinn; tók hann þá út peninga hjá
kaupmanni og galt vinnumanninum tólf
ríkisdali við búðarborðið; var það áí's-
kaup hans fyrir utan nokkur hlunnindi,
svo sem fjórar spjarir stórar og tvö
sauðarfóður.
Árið 1820 keyptu Tunguhjón mjög
vandaða stundaklukku. Það var fyrsta
klukka, sem keypt var í Ulugastaðasókn;
kostaði hún 24 ríkisdali. Þá var meðal-
ær seld manna á milli að vorlagi á eina
spesiu, en úrvalsær á 15 mörk. Eftir
því kostaði klukkan tólf meðalær, og
mundi það nú á timum þykja mikið
verð.
Á hverju hausti var mörgu sauðfé lóg-
að. Var það venja að skera 20 sauði full-
orðna til heimilisins fyrir utan annað fé,
og hélzt þessi venja lengst af allan þeirra
búskap. Þau keyptu Brúnagerði og hálf-
an Bakka fyrir gróðafé sitt. — Þau hjón
eignuðust fimm börn og náðu þrjú af
þeim fullorðins aldri: Benedikt, bjó f
Tungu eftir þau; Björn, bjó fyrst á
Belgsá, síðar á Vöglum, Vestari-Krókum
og víðar, gáfaður maður og mikilhæfur
bóndi; — Baldvin og Bóas, dóu báðir
ungir; — Kristjana dóttir þeirra giftist
Ásmundi í Miðvík. Bjarni í Tungu var
heilsulítill síðara hluta æfi sinnar og lá
þungar legur. Fór þá Kristrún stundum
sjálf að leita honum lækninga, ýmist
norður að Grenjaðarstað til séra Magn--
úsar Jónssonar, sem þá þótti beztur
læknir þar nærlendis, eða út að Höfða til
séra Jónasar Jónssonar. Bjarni í Tungu
dó mörgum árum á undan Kristrúnu.
Hún dó áttræð að aldri árið 1865 og
hafði þá verið 56 ár í Tungu. — Ein-
hverntíma á þeim árum, sem Kristrún
var í Tungu, voru ortar sóknarvísur um
konur. Hennar vísa var þannig:
Kristrún rör til ráðdeildar
á rausn óspör í Tungu,
gáfnafjörið gilda bar,
gefur svörin skynsemdar.